Breytingar 2005:

Útgáfa 737 í febrúar 2005.

  1. Opnunarvalgluggi hefur nú fullkomið leitarkerfi til að auðvelda meðhöndlun gagnaskráa og minnka líkur á villum. Hægt er að læsa skrám svo þær séu ekki opnaðar óvart svo sem eins og afrit. Einnig er hægt að setja athugasemdir við gagnaskrár sér til minnis seinna (sjá nánar hér: Opnunarvalgluggi).
  2. Haldið hefur verið áfram með þróun Internet tengingar kerfisins. Kerfið getur nú athugað sjálft við ræsingu hvort ný útgáfa er tiltæk og uppfært sig algjörlega sjálfkrafa. Uppfærslunni er stýrt frá framleiðanda per afnotarétthafa þannig að kerfið sækir ekki nýjungarnar nema samið hafi verið um slíkt.
  3. Þegar þetta er skrifað er á döfinni að bæta við rafrænum færslum til skattsjóra en það ætti að auðvelda launaskil enn frekar.

Eftirfarandi atriði hafa einnig verið leiðrétt í kerfinu:

Breytingar 2003 og 2004:

2004 kom út útgáfa 7.3.6.9. Breytingarnar voru mest í formi lagfæringa og fínstillinga á ýmsum atriðum svo sem eins og Internet - tengingum og launaútreikningum.

31. júlí 2003, útgáfa 7.3.6.8 (Internet-væna útgáfan).

  1. Sjálfvirk uppfærsla kerfis í gegn um internet: Kerfið getur nú sjálft uppfært sig að því gefnu að notandi hafi notendanafn og lykilorð til að uppfæra með. Þetta þýðir að notandi þarf ekki að kunna neitt í að nota vafra og annað til að uppfæra kerfið auk þess að einfalda og flýta fyrir verkinu.
  2. Móttaka á gagnaskrá um internetið: Hafi notandi hina nýju útgáfu getur hann móttekið gagnaskrá frá okkur eftir t.d. viðgerð eða aðstoð.

Í byrjun apríl 2003 kom út ný útgáfa sem innihélt eftirfarandi kosti (7.3.6.7)

  1. Ef upp kemur vandamál sem notandi kerfisins ræður ekki fram úr upp á eigin spýtur getur hann nú með einni skipun innan úr kerfinu sent afrit af gagnaskránni til okkar í gegn um internetið. Það hefur stundum snúist fyrir notendum að senda gagnaskrána með tölvupósti en með þessum kosti ættu þau vandamál að vera úr sögunni. Þennan möguleika má einnig nota til að taka öryggisafrit en um varðveislu þeirra þarf að semja sérstaklega.
  2. Villa í útprentun lagfærð: Í skilagrein staðgreiðslu var sá galli að ef reiknaðir voru dagpeningar eða akstur utan staðgreiðslu komu þessir þættir ekki fram í stofni til tryggingagjalds jafnvel þó tryggingagjaldið sjálft væri rétt reiknað. Þetta hefur nú verið lagfært í útgáfu 7.3.6.7.

Í lok janúar kom út ný útgáfa sem innihélt eftirfarandi kosti. Uppfærslusamningur gefur rétthöfum aðgang að þessum breytingum auk allra viðbóta út árið.

  1. Nú má senda launaseðla með tölvupósti til launþega. Netfang launþegans er skráð í starfsmannaupplýsingar hans og gefin er upp slóðin að póstþjóni (smtp server) sem félagið hefur aðgang að (t.d. "mail.nafn-felags.is").
  2. Fjölda-taxtabreytingar í prósentum eða föstum tölum. Með þessum kosti geta notendur hækkað nokkra eða alla taxta í einni aðgerð.
  3. Launatengd gjöld eru reiknuð strax og sjást á launaseðli. Notandi þarf ekki lengur að loka tímabilum og reikna launatengd gjöld sérstaklega til að ná fram lífeyrisframlagi launagreiðanda og öðrum launatengdum gjöldum. Loka má tímabilum eftir sem áður og jafnvel endurreikna launatengdu gjöldin en þessar tvær aðgerðir eru aðskildar héðan í frá.

Breytingar fyrir árið 2002 er langur listi en hann er ekki birtur hér að svo stöddu nema þær megin breytingar sem haft hafa grundvallar breytingar í för með sér.

2002 var bætt við fjórum markverðum atriðum ef frá eru taldar leiðréttingar.

  1. Framlög launagreiðanda í lífeyrissjóði launþega geta nú birst á launaseðlum. Þetta er valmöguleiki og því ekki bindandi fyrirkomulag. Ath. að vegna þess að launatengd gjöld eru reiknuð um leið og tímabili er lokað þarf sem sagt að loka tímabili til að þessi kostur sé virkur.
  2. Hreint mótframlag launagreiðanda í séreignasjóð. Þetta framlag er hefur engin áhrif á útborgun launþegans og engir skattar eru greiddir af þessu gjaldi nema tryggingagjald.
  3. Handbók og fleiri upplýsingar aðgengilegar á internetinu.
  4. Rafræn skil launamiða.

Megin breytingar fyrri ára:

Kerfið hefur vissulega verið endurbætt töluvert á liðnum árum en þetta hafa verið fínstillingar hér og þar sem of langt mál væri að tíunda hér.