Nokkur verkefni Íkons ehf. / Ólafs Garðarssonar frá 1985 til dagsins í dag.
(Ath. ekki endilega skráð í tímaröð). Þetta er ekki tæmandi listi aðeins sýnishorn.

Lögmannastofan Skiptholti sf.

Innheimtukerfi stöðvunarbrota

2001 Endurbætur á netkerfi og uppsetning á netþjón ásamt Oracle gagnagrunni. Uppsetning á tvöföldu kerfi eldveggja VPN tenginu við Reykjavíkurborg. Almennt viðhald upplýsingakerfa frá 2001 til dagsins í dag.

2001 Endursmíði á eldri gagnagrunni yfir í venslaðan Oracle gagnagrunn með viðskiptareglur forritaðar í PL/SQL kjarna. Notendaviðmót var hannað í Omnis Studio. Gagnasamskipti við Reykjavíkurborg voru færðar yfir í beinar sjálfvirkar tengingar milli Oracle gagnagrunna.

Síldarvinnslan hf. og SR-mjöl hf.

Arndís - birgðakerfi

Kerfisstjóri upplýsingakerfa

Smíði á birgða og gæðakerfi fiskimjölsverksmiðja SR-mjöls. Kerfið er notað í öllum 5 verksmiðjum félagsins auk þess að vera notað fyrir tengdar verksmiðjur. Fyrstu útgáfur kerfisins komust í notkun í kring um 1993 og kerfið hefur þróast töluvert síðan en kjarni þess hefur reynst stöðugur grunnur fyrir framfarir félagsins á þessu sviði til dagsins í dag.

Hönnun umsjón og framkvæmd breytinga á víðneti (WAN) frá ISDN yfir í IP einkanet Landssímans. Allar verksmiðjur auk höfuðstöðva gerðar að einu heilsteyptu netkerfi. Síldarvinnslunni var bætt inn á netið 2003

Uppsetning á Terminal Server þjónustu fyrir aðalstöðvar og verksmiðjur félagsins. Uppsetning á Terminal Server þjónustu í nýjum aðalstöðvum félagsins á Norðfirði.

Almenn umsjón með upplýsingakerfum félagsins frá 1998 til sameiningar félagsins við SVN hf. og sérfræðiaðstoð við kerfisstjórn til dagsins í dag.

Bandalag Íslenskra Farfugla (BÍF)- Farfuglaheimilið í Laugardal Frá 2001 Ráðgjöf og uppsetning upplýsingakerfa á nýju farfuglaheimili félagsins í Laugardal. Færsla á vefþjónustu yfir til Skýrr og tengst kerfisleigu sömu aðila fyrir bókhald, netpóst. ofl. Uppsetning á Netkaffi fyrir gesti farfuglaheimilisins og breytt yfir í nýtt og betra kerfi 2004. Almenn ráðgjöf og aðstoð við upplýsingakerfi til dagsins í dag.

Omnis Software inc. USA

3ár. DBA ofl.

Byrjaði á tækniaðstoð við notendur en var fljótlega gerður kerfisstjóri (DBA) og aðalhönnuður innri gagnagrunna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Omnis Software Inc. (Raining Data í dag) í San Carlos í Kaliforníu (Sílikón dalur suður af San Francisco).

Gerður yfirkerfisstjóri um tíma og sá um ráðningu arftaka og flutning kerfisdeildar milli borga innan Sílikón dals. Uppsetning á rauntíma tengingu Oracle gagnagrunna milli Englands og Kaliforníu.

Á meðal einstakra kerfa sem gerð voru eða endurbætt af Ólafi eru IGOR fyrir tæknilegan stuðning við viðskiptavini, Mailman fyrir utanumhald tölvupóstkerfis, Serializer færður yfir í vefrænt umhverfi með intranet aðgang beggja vegna Atlandshafs ofl.

RÚV

TV-Pro og TV-IDD

Kerfi þessi voru hönnuð og smíðuð 1995 í samvinnu við tæknirekstradeild sjónvarpsins undir stjórn Hermanns S. Jónssonar sem þá vann í tölvudeild RÚV.

TV-Pro: Hönnun og smíði gagnagrunna til að halda utan um og skipuleggja vaktir og aðstöðunotkun tæknimanna Sjónvarpsins.

TV-IDD: Kerfið var notað af innlendu dagskrárdeild til að skipuleggja niðurröðun atriða í þáttum. Gagnagrunnur kerfisins er venslaður Informix grunnur.

Sigurplast

Plast-Pro

Framleiðslustýring fyrir framleiðslu á plastumbúðum af ýmsu tagi (flöskur og brúsar). Kerfið geymir samsetningarformúlu hverrar vöru, þ.á.m. vélatíma per x einingar og kostnað við innstillingu véla. Stjórnendur geta séð í fljótu bragði framlegð verkefna og áætlað framlegð miðað við magn. Framleiðslupöntun er svo notuð sem vinnuseðill í vélasal. Rauntölur eru síðan skráðar og framlegð er aðgengileg í skýrsluformi í framhaldinu.

RMS - England / Spánn

Ráðgjöf

Í lok 2000 gerð heildar úttekt á upplýsingakerfum hótela og annara rekstrareininga í rekstri Resort Management Systems (XL resorts) og tillögur um framtíðarstefnu út frá tæknilegu sjónarmiði með hliðsjón af viðskiptalegum markmiðum félagsins.

Resort Properties - Spánn

Söluklerfi

Hönnun og smíði sölukerfis fyrir sölu á Time Share hóteleiningum. Byggt á vensluðum Oracle gagnagrunni og viðskiptareglur þróaðar í PL/SQL.

Íkon ehf.

Viðskiptakerfi

Ýmis viðskiptakerfi voru smíðuð og seld á árunum 1985 til 1996 en eLaun er útbreiddast af þessum kerfum. Apple umboðið (síðar Aco - Tæknival) keypti launakerfið 1997 en ATV samdi við Íkon ehf. um yfirtöku þess aftur 2002. Flest kerfin eru enn í notkun og hafa staðist tímans tönn þrátt fyrir ýmsar breytingar tæknilega og þjóðfélagslega.

Augnlæknar

Sérfræðingakerfi

Kerfi sem heldur utanum sjúklingaskrár og heimsóknir þeirra. Einnig reikningagerð og gagnaúrvinnsla vegna rannsókna og tenging við þjóðskrá. Fimm augnlæknar nota kerfið við rekstur sinna stofa.

Listakaup - Quelle

Póstmeistarinn

Listakaup er umboðsaðili vörulistans Quelle á Íslandi. Póstmeistarinn var smíðaður til að halda utanum viðskiptavini fyrirtækisins og pantanir þeirra. Pantanir eru lesnar inn frá miðlægu kerfi Quelle í Þýskalandi og meðhöndlaðar fyrir íslenskar aðstæður, þ.á.m. prentar kerfið út sérstaka límmiða með strikamerkjum fyrir póstsendingar samkvæmt stöðlum Íslandspósts.