Nokkur verkefni Íkons ehf. / Ólafs Garðarssonar
frá 1985 til dagsins í dag. (Ath. ekki endilega skráð í tímaröð). Þetta er ekki tæmandi listi aðeins sýnishorn. |
|
Lögmannastofan Skiptholti sf. Innheimtukerfi stöðvunarbrota |
2001 Endurbætur á netkerfi og uppsetning á netþjón ásamt Oracle gagnagrunni. Uppsetning á tvöföldu kerfi eldveggja VPN tenginu við Reykjavíkurborg. Almennt viðhald upplýsingakerfa frá 2001 til dagsins í dag. 2001 Endursmíði á eldri gagnagrunni yfir í venslaðan Oracle gagnagrunn með viðskiptareglur forritaðar í PL/SQL kjarna. Notendaviðmót var hannað í Omnis Studio. Gagnasamskipti við Reykjavíkurborg voru færðar yfir í beinar sjálfvirkar tengingar milli Oracle gagnagrunna. |
Síldarvinnslan hf. og SR-mjöl hf. Arndís - birgðakerfi Kerfisstjóri upplýsingakerfa |
Smíði á birgða og gæðakerfi fiskimjölsverksmiðja SR-mjöls. Kerfið er notað í öllum 5 verksmiðjum félagsins auk þess að vera notað fyrir tengdar verksmiðjur. Fyrstu útgáfur kerfisins komust í notkun í kring um 1993 og kerfið hefur þróast töluvert síðan en kjarni þess hefur reynst stöðugur grunnur fyrir framfarir félagsins á þessu sviði til dagsins í dag. Hönnun umsjón og framkvæmd breytinga á víðneti (WAN) frá ISDN yfir í IP einkanet Landssímans. Allar verksmiðjur auk höfuðstöðva gerðar að einu heilsteyptu netkerfi. Síldarvinnslunni var bætt inn á netið 2003 Uppsetning á Terminal Server þjónustu fyrir aðalstöðvar og verksmiðjur félagsins. Uppsetning á Terminal Server þjónustu í nýjum aðalstöðvum félagsins á Norðfirði. Almenn umsjón með upplýsingakerfum félagsins frá 1998 til sameiningar félagsins við SVN hf. og sérfræðiaðstoð við kerfisstjórn til dagsins í dag. |
Bandalag Íslenskra Farfugla (BÍF)- Farfuglaheimilið í Laugardal | Frá 2001 Ráðgjöf og uppsetning upplýsingakerfa á nýju farfuglaheimili félagsins í Laugardal. Færsla á vefþjónustu yfir til Skýrr og tengst kerfisleigu sömu aðila fyrir bókhald, netpóst. ofl. Uppsetning á Netkaffi fyrir gesti farfuglaheimilisins og breytt yfir í nýtt og betra kerfi 2004. Almenn ráðgjöf og aðstoð við upplýsingakerfi til dagsins í dag. |
Omnis Software inc. USA 3ár. DBA ofl. |
Byrjaði á tækniaðstoð við notendur en var fljótlega gerður kerfisstjóri (DBA) og aðalhönnuður innri gagnagrunna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Omnis Software Inc. (Raining Data í dag) í San Carlos í Kaliforníu (Sílikón dalur suður af San Francisco). Gerður yfirkerfisstjóri um tíma og sá um ráðningu arftaka og flutning kerfisdeildar milli borga innan Sílikón dals. Uppsetning á rauntíma tengingu Oracle gagnagrunna milli Englands og Kaliforníu. Á meðal einstakra kerfa sem gerð voru eða endurbætt af Ólafi eru IGOR fyrir tæknilegan stuðning við viðskiptavini, Mailman fyrir utanumhald tölvupóstkerfis, Serializer færður yfir í vefrænt umhverfi með intranet aðgang beggja vegna Atlandshafs ofl. |
RÚV TV-Pro og TV-IDD |
Kerfi þessi voru hönnuð og smíðuð 1995 í samvinnu við tæknirekstradeild sjónvarpsins undir stjórn Hermanns S. Jónssonar sem þá vann í tölvudeild RÚV. TV-Pro: Hönnun og smíði gagnagrunna til að halda utan um og skipuleggja vaktir og aðstöðunotkun tæknimanna Sjónvarpsins. TV-IDD: Kerfið var notað af innlendu dagskrárdeild til að skipuleggja niðurröðun atriða í þáttum. Gagnagrunnur kerfisins er venslaður Informix grunnur. |
Sigurplast Plast-Pro |
Framleiðslustýring fyrir framleiðslu á plastumbúðum af ýmsu tagi (flöskur og brúsar). Kerfið geymir samsetningarformúlu hverrar vöru, þ.á.m. vélatíma per x einingar og kostnað við innstillingu véla. Stjórnendur geta séð í fljótu bragði framlegð verkefna og áætlað framlegð miðað við magn. Framleiðslupöntun er svo notuð sem vinnuseðill í vélasal. Rauntölur eru síðan skráðar og framlegð er aðgengileg í skýrsluformi í framhaldinu. |
RMS - England / Spánn Ráðgjöf |
Í lok 2000 gerð heildar úttekt á upplýsingakerfum hótela og annara rekstrareininga í rekstri Resort Management Systems (XL resorts) og tillögur um framtíðarstefnu út frá tæknilegu sjónarmiði með hliðsjón af viðskiptalegum markmiðum félagsins. |
Resort Properties - Spánn Söluklerfi |
Hönnun og smíði sölukerfis fyrir sölu á Time Share hóteleiningum. Byggt á vensluðum Oracle gagnagrunni og viðskiptareglur þróaðar í PL/SQL. |
Íkon ehf. Viðskiptakerfi |
Ýmis viðskiptakerfi voru smíðuð og seld á árunum 1985 til 1996 en eLaun er útbreiddast af þessum kerfum. Apple umboðið (síðar Aco - Tæknival) keypti launakerfið 1997 en ATV samdi við Íkon ehf. um yfirtöku þess aftur 2002. Flest kerfin eru enn í notkun og hafa staðist tímans tönn þrátt fyrir ýmsar breytingar tæknilega og þjóðfélagslega. |
Augnlæknar Sérfræðingakerfi |
Kerfi sem heldur utanum sjúklingaskrár og heimsóknir þeirra. Einnig reikningagerð og gagnaúrvinnsla vegna rannsókna og tenging við þjóðskrá. Fimm augnlæknar nota kerfið við rekstur sinna stofa. |
Listakaup - Quelle Póstmeistarinn |
Listakaup er umboðsaðili vörulistans Quelle á Íslandi. Póstmeistarinn var smíðaður til að halda utanum viðskiptavini fyrirtækisins og pantanir þeirra. Pantanir eru lesnar inn frá miðlægu kerfi Quelle í Þýskalandi og meðhöndlaðar fyrir íslenskar aðstæður, þ.á.m. prentar kerfið út sérstaka límmiða með strikamerkjum fyrir póstsendingar samkvæmt stöðlum Íslandspósts. |