Umsagnir:

Takk fyrir að leifa mér að prófa. Mér finnst launakerfið alveg frábært. Ég prófaði að búa til launamann og svona það helsta sem tilheyrir og það er ótrúlega einfalt. Mæli óhikað með þessu við hvern sem er. Frábært. Til hamingju.

Kveðja,
Kristín Magnúsdóttir
Bókhaldsþjónusta Kristínar

Kristín fékk senda prufu af eLaun í janúar 2003

"Stilling hf. hefur notað launakerfin frá Íkon í yfir 10 ár. Við erum nú með nýjustu útgáfuna af launakerfinu þeirra (eLaun) og reiknum laun fyrir yfir 50 starfsmenn. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og fer afar lítill tími mánaðarlega í launaútreikningana. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þetta kerfi, það bara virkar, annars hefðum við ekki notað það í öll þessi ár."

Stefán Bjarnason
Stilling hf.

Ólafur Garðarsson hefur komið að tölvumálum SR-mjöl hf, áður Síldarverksmiðjur ríkisins, síðustu 11 árin. Upphaflega var hann fenginn til að skrifa forrit sem heldur utan um framleiðslu fyrirtækisins og gæðaeftirlit. Þetta forrit hefur verið nefnt Arndís og er mikið notað í dag hjá verksmiðjustjórum félagsins, efnafræðingum og markaðsfólki. Forritið hefur reynst afar traust og vinnusparandi. Forritið heldur utan um hráefnið, hvaðan það kom, úr hvaða skipi, hitastig þess við komu, vinnslu afurða úr því, gæðaflokka afurða og vöruflokkanir. Ennfremur prentar það út öll gögn varðandi útskipanir.

Eftir að Ólafur lauk vinnu við Arndísi hefur hann haldið áfram að þróa kerfið og er það eitt það fullkomnasta í fiskimjölsiðnaðinum í dag. Ólafur hefur verið til ráðgjafar við uppbyggingu tölvukerfa SR-mjöls hf. á fjárhagssviði, hann stjórnar uppbyggingu kerfa úti á landi og samtengingu þeirra.

Við hér hjá SR-mjöli hf. gefum Ólafi okkar bestu meðmæli.

Reykjavík í september 2002

Hlynur Jónsson Arndal
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Resort Properties

Oli worked for me for me as a contractor for approximately one year and was instrumental in the re-engineering of our sales and marketing system. The project involved the creation of a structured Oracle database and a highly functional front end Omnis Studio System. Oli Designed and built an extremely stable Database structure incorporating all the business rules using Oracle stored procedures. This now holds together the entire system as well as all of the further development which has been carried out since his departure. Oli is a very professional and conscientious employee who made a huge impression on the working practices of the business as a whole. In fact I could not recommend him highly enough.

Stuart McClean
IT Manager
Resort Properties
stuartm@atlantis.es

RP Consulting

Það var fyrir nokkrum árum að í fyrirtæki sem ég starfaði í að okkur vantaði hugbúnað í framleiðslustýringu. Eftir að hafa skoðað það sem var á boðstólum og talað við nokkur fyrirtæki sem voru að nota þesskonar hugbúnað gerðum við okkur ljóst að við stæðum frammi fyrir vandamáli. Þeir sem voru með hugbúnað í notkun voru ýmist búnir að gefast upp eða í þann veginn að gefast upp. Gríðarlegur kostnaður sem vonlaust virtist vera að átta sig á hvort nokkur sinni tæki enda var að fara illa með þessi fyrirtæki.
Datt okkur þá í hug að kanna fyrirtækið Íkon en af þeim hafði ég góða reynslu. Hafði það að vísu verið á Machintosh en ég treysti þeim til þess að gefa okkur góð ráð.

Það stóð að sjálfsögðu ekki á því. Íkon treysti sér í verkefnið því að sá gagnagrunnur sem þeir höfðu mest notað var líka kominn í Windows umhverfið.
Með öðrum orðum Íkon myndi geta skrifað fyrir okkur þennan hugbúnað sem og þeir gerðu. Kostnaður var vel ásættanlegur, kerfið kom ótrúlega vel út strax í upphafi og hefur verið mikið notað og er enn. Mjög þægilegt fyrir starfsfólk og þarf ekki neina sérfræðinga til þess að umgangast það.

Ég hef reynslu af fjárhagsbókhaldi, verkbókhaldi,launabókhaldi,markaðsbókhaldi og núna til nokkurra ára þessu framleiðslu kerfi frá Íkon. Öll kerfin eru þægileg og auðveld og myndi ég hiklaus mæla með Íkon þegar að hugbúnaði eða ráðgjöf kemur.

Rögnvaldur Pálmason
RP Consulting
897 7682

Fyrir tveimur árum tók stjórn Bandalags íslenskra farfugla ákvörðun um að endurskoða öll tölvu- og upplýsingamál fyrirtækisins. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar stækkunar Farfuglaheimilisins í Reykjavík sem leiddi af sér stóraukin umsvif og aukinn fjölda starfsmanna. Til að stýra þessu verki var haft samband við Ólaf Garðarsson, en einn af stjórnarmönnum bandalagsins hafði kynnst vinnubrögðum hans frá öðru fyrirtæki og gaf honum góð meðmæli. Helsu verkefni Ólafs hafa verið:

Tæknileg útfærsla á netkerfi, ráðgjöf og tæknileg útfærsla á internet-tenginu, flutningur vefsvæðis og tölvupóstþjónustu, uppsetning útstöðva og jaðarbúnaðar, samningar við birgja og almenn tæknileg umsjón upplýsingakerfa. Einnig tæknileg umsjón með innkaupum og uppsetningu á netkaffi.

Samstarf okkar við Ólaf hefur verðið til fyrirmyndar. Hann hefur leyst öll þessi verkefni fagmannlega af hendi og brugðist skjótt við ef eitthvað óvænt hefur komið upp á. Einnig hefur hann haft gott lag á að kenna starfsmönnum að vinna í nýju starfsumhverfi. Þá hefur gjaldtaka fyrir unnin verk verið sanngjörn að okkar mati.

Varðandi frekari upplýsingar er unnt að hafa samband við undirritaðan.

Markús Einarsson
Framkvæmdastjóri Bandalags íslenkra farfugla.