pic28.jpg
Forsida

Linux og OSX sŠkja ß Ý kj÷lfari­ ß Vista Prenta Netfang

Á internetinu er að finna flóð af sögum frá tölvunotendum sem gefast upp á Vista, nýja stýrikerfinu frá Microsoft og skipta aftur yfir í XP stýrikerfið eða er svo misboðið að þeir skipta yfir í Linux bragðtegund eða Macintosh tölvu. 

Ég nota öll stýrikerfin í mismunandi samhengi og er þessa dagana að spá í spilin og reyna að sjá fyrir hver þróunin verður. Frá mínum sjónarhól er Vista stýrikerfið langt frá því að vera eins slakt og óánægju raddirnar vilja vera láta. Reyndar þarf maður mjög hraðvirka tölvu með helmingi meira innra minni en XP þarf (2GB) en nýjustu tölvurnar á markaðnum uppfylla vel flestar þessi skilyrði. Ekki kaupa Vista stýrikerfið til að uppfæra XP á eldri tölvu, slík aðgerð hefur lítið notagildi. Staldraðu frekar við þar til þú þarft að kaupa nýja tölvu.

XP stýrikerfið stóð sig vel á tölvum sem nú eru þriggja og fjögura ára ef frá eru taldar öryggisglufurnar. En eftir að Service Pack 2 (SP2) kom út og aðrar lagfæringar í kjölfarið urðu þessar tölvur afar hægvirkar, jafnvel þó nægt innra minni væri til staðar. Vélbúnaðurinn er oftast í góðu lagi en tölvurnar oft nánast ónothæfar fyrir uppfærðu Windows kerfin nema maður láti sig hafa að skipta yfir í Windows 2000.

Undirrituðum hefur ekki fundist það raunhæfur kostur og ég hef þess í stað sett einhverja Linux tegundina upp á þessum vélum til þess að ná frekari nýtingu út úr þeim (vélbúnaðurinn er oftast í fínu lagi fyrir slíkt). Linux kerfin sem við höfum prófað eru SUSE, Fedora og Ubuntu. Af þessum 3 kerfum verð ég að segja að Ubuntu hafi komið best út. Það var sannarlega "gaman að gangsetja", "ræsa og rúlla", "gagn og gaman", "plug and play" á þeim tölvum sem það hefur verið prófað á hér. Fedora 7 er einnig ótrúlega auðvelt í uppsetningu og slær öllu öðru við á því sviði en verðlaunin fyrir aðlögun og breytingar fara til Ubuntu og það gerði útslagið fyrir okkur.

Linux kerfunum fylgir ávallt Open Office (OO) kerfið en það er nokkuð líkt MS-Office og nógu líkt til að það sé fljótlegt að aðlagast. OO skortir reyndar sambærilegt póstforrit og Outlook en við höfum ekki enn fundið póstforrit sem stenst samanburð við Outlook ef frá er talið Lotus Notes. Reyndar er Lotus Notes þegar á heildina er litið kannski besta tölvupóstkerfið en það krefst stórrar fjárfestingar í hug- og vélbúnaði (sérstakur póstþjónn o.s.frv.). OO getur opnað MS-Office skjöl og vistað skjöl fyrir MS-Office. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að skiptast á skjölum við Windows notendur. OO er líka til á Windows og jafnframt á Macintosh (sjá einnig Neo Office fyrir Makka) og er því eini pakkinn sem hefur heildstæða lausn fyrir öll þrjú stýrikerfin.

Að mörgu leiti er hrein unun að nota nýjustu Linux stýrikerfin því þau eru afkastamikil og sérlega áreiðanleg hvað varðar stöðugleika. Þau eiga þó langt í land með að ná Makkanum með OSX. Ég fjárfesti í MacBook Pro fyrir rúmu ári síðan en tölvan hefur eiginlega bara verið í gangi síðan. Það hafa verið svona 4 eða 5 endurræsingar á þessu tímabili aðallega eftir innsetningar á uppfærslum eða nýjum búnaði. Við vorum með  XP stýrða fartölvu frá 2003 og hún var að deyja úr hægvirkni eftir SP2 (var spræk í upphafi). Ég var líka dauðleiður á að hreinsa út "malware" og viðhalda vírusvörnum og kenna heimilisfólkinu að varast illa pósta og vefsíður. Get ekki annað en mælt með Makkanum, Apple hefur virkilega tekist vel til með þessa vöru en á meðan athygli hakkaranna er á Microsoft risanum sleppa Linux og Apple nánast alveg við tölvuþrjóta sjúkdóminn.

Það er langt í það að Microsoft missi yfirburði sína á markaðinum. Viðskiptaheimurinn tók ástfóstri við Windows fyrir löngu síðan og ekki af ástæðulausu. Apple mistókst gjörsamlega á sínum tíma að nýta sér það forskot sem þeir náðu með Macintosh notendaviðmótinu. Þeirra akkilesarhæll var hrokinn.

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...