pic6.jpg
Forsida

Windows Vista Prenta Netfang

Ættirðu að skipta yfir í Vista, kaupa nýja tölvu með Vista eða halda þig við gamla góða XP? 

Nýja stýrikerfið frá Microsoft er flott og öryggismálin hafa verið tekin fastari tökum en áður. Ýmislegt er ennþá óklárt eins og reklar (drivers) fyrir jaðartæki og einstaka forrit einfaldlega gengur ekki þrátt fyrir stillingar sem bjóða upp á að líkja eftir vinnslu XP, Windows 2000, NT eða Windows 98. Þeir sem hafa skipt undanfarið hafa því verið að reka sig á ýmislegt af því taginu en þorri forrita virka vel og reklar eru að streyma út í stórum stíl frá framleiðendum jaðartækja þessa dagana. Vista krefst mun meira minnis en XP (sem kemur ekki á óvart eða hvað?) og líklega krefst það hraðari tölvu ef það á að jafna XP.

Það eru engir stórkostlegir kostir í kerfinu umfram XP sem gera kerfið ómissandi og í ljósi ofangreindra upplýsinga er í raun óráðlegt að setja stýrikerfið upp á vélum sem hafa XP fyrir. Ef þú ert að kaupa nýjan vélbúnað er í góðu lagi að fá hann með Vista, öll helstu verkefnin geta unnist þar. Haltu gömlu vélinni til hliðar um hríð þar til ljóst er að hennar er ekki þörf lengur. Taktu nýju vélina með 2GB minni eða meira, nýja stýrikerfið tekur 1GB bara fyrir sig.

Office 2003 gengur vel á Vista en Office 2007 er greinilega hugsað með þetta nýja stýrikerfi í huga. Það sama gildir þó með Office 2007 og Vista að það er fátt ef nokkuð sem knýr á um að uppfæra þegar allt kemur til alls.  Nýjungar næstu árin verða þó miðaðar við keyrslu á Vista og það er ekkert að því að fá fegura vinnuumhverfi í tölvuna sína. Gættu þín varðandi Firefox á Vista því útgáfa 2.0.0.3 virkar ekki sem skildi. Komin er útgáfa 2.0.0.4 af Firefox en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað hvort þessir gallar hafa verið lagaðir.

Breytingin á notendaviðmótinu í Vista er róttækari heldur en t.d. á milli Windows 2000 og XP. Það er því einhver "sársauki" sem fylgir breytingunni að því leiti að hlutir eru ekki á "sínum stað" o.s.frv. Kerfið reynir einnig að aðstoða notandann við að skilja slóðir skráakerfisins en mér sýnist þeim helst takast að rugla fólk í rýminu enn frekar ef eitthvað er. Frá sjónarhóli kerfisstjórans er margt betra hvað varðar öryggi og líklega er auðveldara að girða utanum aðgang og tiltekna notkun einstakra notenda. Tiltekin forrit geta ræst undir öðru notendanafni ef kerfisstjóri stillir það svo. Þetta er mikil framför frá XP en kerfisstjórar skilja líklega einir mikilvægi þessa kosts öryggislega séð.

 
NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...