pic45.jpg
Forsida

Open Office Prenta Netfang

Vörumerki Open OfficeHlaða má Open Office niður frá vefsvæðinu www.openoffice.org án þess svo mikið að gefa upp netfangið sitt. Það eina sem ekki kemur með Open Office en kemur með Microsoft Office er póstforrit. Á linux tölvunum nota menn ýmis forrit í staðin eins og Thunderbird, Evolution og fleiri en mörg þeirra tengjast Microsoft Exchange auk þess hefðbundna eins og POP og IMAP. Macintosh megin sækja menn sér NeoOffice en því má hlaða niður frá www.neooffice.com. Microsoft Office hugbúnaðarhópurinn er án efa alvinsælasta kerfið í verkefnavinnu fyrirtækja, stofnana og skóla. Hvar stendur Open Office í samanburði?

 

"Óraunhæfir draumóra hippar gegn kaldhæðnum stórfyrirtækja græðgishausum"

Eins og til að árétta tímalausan veruleika náttúrubarna (hippa) er Open Office nokkru hæggengara en Microsoft Office. Þetta á fyrst og fremst við í ræsingu. Reyndar þegar einn hluti kerfisins er kominn af stað er hinir hlutarnir eldsnöggir upp. Reynsluboltarnir og ofurnotendur Microsoft Office munu kannski sjá Open Office allt til foráttu en lang flestir venjulegir notendur ritvinnslu og töflureikna munu seint sjá muninn á kostalistum þessara kerfa. Þau geta bæði "sungið og dansað" að því er virðist hvað sem er. Open Office getur opnað og vistað skjöl frá Microsoft Office og það er því einfalt fyrir notendur að vinna með sömu skjölin en sitthvoru kerfinu.

Helsti kostur Open Office er að það er ókeypis. Óumdeilandlega nokkuð mikilvæt atriði á þessum síðustu og verstu tímum. Annar mikilvægur kostur er að kerfið gengur á öllum helstu nútíma stýrikerfum og þó víðar væri leitað. Linux, Mac OSX, Windows 95 til Vista, Unix ofl. Enginn er skilinn útundan. Microsoft Office 2003 gengur ekki einu sinni á eldri stýrikerfum Windows eins og 95. Office 2007 er aðeins fyrir XP og Vista. Til eru sérstakar útgáfur af Office fyrir Mac OSX en þess má geta að Word og Excel komu fyrst út fyrir Macintosh 1985 ef mig misminnir ekki. Þessi kerfi voru bylting í þá daga og slógu Word Perfect og Lotus 123 út af borðinu eins og tvær flugur í einu höggi enda í allt öðrum þyngdarflokki í raun.

Síðan í þá daga hafa mörg okkar áttað okkur á því að ritvinnsla og töflureiknun eins og flest annað í lífinu, best haldið á einföldu nótunum. Það getur þó verið nokkuð þægilegt að hafa töflu úr töflureikninum uppfærða sjálfvirkt yfir í ritvinnsluskjal eða línurit í grein uppfært sjálfkrafa eftir því sem bætt er inn tölum o.s.frv. þegar skrifuð er ritgerð eða eitthvað slíkt. Svona æfingar fara bæði kerfin létt með. Leiðréttingavirknin er einnig mikið notuð í ritvinnslu þ.e. athugasemdir aðstoðarfólks koma í litum á spássíu og við getum virkjað breytingarnar eða hunsað. Einstaklega vinnusparandi atriði en stórnotendurnir gætu sjálfsagt talið upp ótal önnur atriði sem "verða" að bjóðast í töflureiknum og ritvinnslu. Microsoft hefur gert kosti af þessu tagi að listgrein sinni og allir aðrir hafa í raun reynt að apa það eftir, þ.á.m. Open Office. Það dregur samt ekkert úr notagildi kerfisins. Þeir hafa jafnvel betrumbætt suma kosti MS-Office þ.e. gert þá notendavænni.

 

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...