pic40.jpg
Forsida

Gamlar t÷lvur fß nř hlutverk Prenta Netfang

Frá því í október 2006 höfum við verið að prófa og þróa notkun hugbúnaðar sem gerir okkur kleift að nýta eldri tölvur sem beina  (routers) og eða eldveggi (firewalls) í netkerfum. Við bætum einu eða fleiri netkortum í vélarnar og setjum þær upp með Linux stýrikerfi sem sér um að stjórna netumferðinni. Árangurinn hefur verið umfram væntingar okkar og við leggjum nú enn meiri áherslu á þessa þróun en til þessara verkefna höfum við nýtt Open Source hugbúnað frá Vyatta. 

Beinar eru má segja eins og mislæg gatnamót netkerfanna og eldveggir eru eins og að hafa lögreglu að vakta umferðina og koma í veg fyrir "ölvunarakstur" og önnur "lögbrot" í umferðinni.

Kosturinn við Open Source er að það er hugbúnaður sem er frjáls og opinn öllum. Allir geta skoðað kóðann og breytt honum fyrir eiginn þarfir eða sannreynt að hin og þessi atriði séu í lagi. Við höfum nú þegar sett upp fjóra beina á innra neti Síldarvinnslunnar þar sem einangra þurfti stýrivélanetin frá almenna upplýsinganetinu en samt veita tæknimönnum aðgang að stýrivélanetinu í gegn um almenna netið. Verkfræðingar og tæknimenn þeirra fyrirtækja sem hanna og breyta flóknum stýrivélanetum Síldarvinnslunar geta gert það núna án þess að svo mikið sem yfirgefa skrifstofur sínar. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikinn pening þetta sparar félaginu. Fiskimjölsversksmiðjur SVN eru staðsettar á 4 stöðum á landinu. Almenna víðnetið sem við settum upp fyrir SR-mjöl á sínum tíma tengdi starfstöðvarnar saman. Það var því mikil framför að geta bætt þessum möguleika við án þess að fórna neinu í öryggi stýrivélanetanna.

Næsta verkefni okkar á þessu sviði er að tengja saman 4 starfstöðvar fyrirtækis sem starfar á landsvísu með VPN tengingum og uppsetningu sem eitt sýndarnet. Í stað þess að nota Cisco beina í verkefnið en þeir kosta hundruðir þúsunda notum við einfaldlega eldri tölvur sem afkasta ekki nóg lengur sem einmenningstölvur eða netþjónar en eru tilvaldar í þetta verkefni.

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...