pic51.jpg
Forsida

Afk÷st vefhřsingar aukin Prenta Netfang

Megin vefþjónninn okkar hefur verið uppfærður og er afkastagetan nú um það bil tvöföld á við það sem fyrir var og margföld umfram fyrsta vefþjóninn okkar. Viðskiptavinir vefhýsingar finna líklega mesta breytingu til batnaðar í þyngri kerfum sem innihalda flóknar aðgerðir og reiða sig á stóra gagnagrunna. Stjórnborðið cPanel hefur nú betri svörun og einnig myPhpAdmin (mySql). 

Þegar þetta er skrifað er um eitt ár síðan við fluttum vefhýsingunna til annars hýsingarhúss og jukum um leið afköst megin vefþjóns á öllum sviðum. Þetta er önnur uppfærslan síðan þá. Vefsvæðum hefur fjölgað jafnt og þétt en við þurfum að gæta þess að vefþjónninn skili vefsíðunum hratt og vel til gesta vefsvæðanna. Tekjur fyrirtækisins af vefhýsingum hefur tvöfaldast árlega frá upphafi og eru nú ein af megin stoðum rekstursins. Við stefnum á að tvöfalda þær enn og aftur á þessu ári enda ekkert því til fyrirstöðu þar sem við erum með bestu vöruna fyrir peninginn á markaðnum.

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...