pic47.jpg
Forsida

Valka og HB-Grandi MySql samritun (replication) Prenta Netfang

Valka ehf LogoHB Grandi logo
Valka ehf er meðal tryggra viðskiptavina Íkon ehf í vefhýsingu. Þeir hafa sinn eigin vefþjón hjá okkur fyrir kerfið Rapidtrade . Á meðal notenda Rapidtrade er HB-Grandi en Valka þróaði kerfið með þarfir HB-Granda í huga. Fleiri fyrirtæki hafa einnig gerst notendur að kerfinu. Rapidtrade er hliðarþróun út frá framleiðsluvélum sem Valka hefur þróað og getur því beintengst framleiðslulínunni.

Skráning framleiðslu gerist því með sjálfvirkum hætti inn í sölukerfið Rapidtrade. Eiginlega sölukerfið er staðsett á vefþjóni frá okkur í vélarsal í Bandaríkjunum (þar sem er 24 x 7 x 365 vöktun).

Verkefnið var að gera samtíma-afrit (replication) af völdum einingum í gagnagrunnum inn á vélbúnað sem staðsettur væri á netkerfi HB-Granda og stýrir framleiðslueiningum frá Völku.

Tilgangurinn er að auka öryggi, hraða og skilvirkni en halda öllum kostnaði eftir sem áður í lágmarki.

Meira öryggi fæst með því að framleiðslueiningar eru ekki háðar internet sambandi eða millilanda sambandi og þola áfallalaust margra klukkutíma truflanir að því leiti. Gögn, pantanir ofl. eru þar fyrir utan til á tveimur stöðum ef eitthvað bilar. Meiri hraði fæst með því að skráning úr vinnsluvélum er á nærneti HB-Granda og því engar tafir eða truflanir á samskiptum utanfrá. Kostnaði er haldið niðri með því að nota Linux stýrikerfi og annan Open Source hugbúnað. Það þarf því ekki að greiða nein leyfisgjöld til þriðja aðila. 

Íkon ehf tók að sér uppsetningu samritunarinnar (replication) en Tölvuþjónusta Vesturlands (Akraness) er almennt þjónustuaðili HB-Granda í tölvumálum og aðstoðuðu við tengingar inn á innra net HB-Granda. Um er að ræða svokallaða Master to Master samritun. Breytingar í gagnagrunnum eru því skráðar í báðar áttir nánast samstundis. Komi upp samskiptastopp eða einhver vélin er tekin niður eða deyr, bíða samhæfingar skráningar rólegar í biðröð þar til sambandi er komið á aftur. 

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...