pic4.jpg
Forsida

Kerfisveita e­a eigin net■jˇnn? Prenta Netfang

Undanfarin ár hefur verið töluvert um það að fyrirtæki hafi kosið að notfæra sér þjónustu kerfisveitna í stað þess að byggja alfarið upp upplýsingakerfi innanhús. Það eru til mörg stig á þessu fyrirkomulagi en það sem fjallað er um hér er algengasta formið þ.e. aðgangur að skjáhermi (Terminal Server / RDP). Eftirfarandi er samantekt á helstu kostum og göllum kerfisveitunnar og helstu kostum og göllum eigin netþjóns. Sjá einnig Kerfisveita: Hvernig sé ég kostnaðarmyndina.

Hvað fæst með kerfisveitu?:
Öryggi - netþjónar í kerfisveitu eru oftast nær mjög aflmiklir og með varakerfi á öllum megin stoðum vélbúnaðarins. Afritun er einnig mjög örugg auk annara varna gagnvart innbrotum, eldi og vatni.
 
Meðfærileiki: Nánast engu máli skiptir hvaðan menn tengjast. Ef skrifstofan er flutt er eina málið að koma upp netsambandi frá nýja staðnum. Oftast nær er einnig lítið mál að tengjast að heiman eða erlendis frá. Þetta fer reyndar eftir því hvaða öryggis fyrirkomulag er hjá kerfisveitunni. Er veittur beinn aðgangur að RDP þjónustu eða þarf VPN á milli? Er notað sérstakt VPN til tengingar eða er notað staðlað VPN (innbyggt í flest stýrikerfi).
 
Minni fjárfestingar.
 
Einfalt umhverfi: Lítil þörf á viðamiklum rekstri tölvukerfa innan veggja fyrirtækisins.
 
Hverjir eru ókostir kerfisveitu?:
Ósveigjanleiki: Hugbúnaðarlausnir eru njörfaðar niður í það sem má keyra í kerfisveitu. Oft hentar hugbúnaður illa innan kerfisveitu eða kerfisveitan neitar að setja hugbúnað upp af öryggisástæðum eða öðru. Notendur neyðast þá til að keyra þann hugbúnað á útstöðinni með tilheyrandi öryggisleysi varðandi afritun ofl.
 
Einfaldleikinn verður að hærra flækjustigi: Tenging prentara og annara jaðartækja eru klassísk vandamál í kerfisveitu. Notendum er oft hulin ráðgáta af hverju þeir geta ekki prentað á tiltekinn prentara frá kerfisveitunni o.s.frv. Færsla skráa til og frá kerfisveitu til útstöðvar er einnig flækjustig sem mörgum notendum er óyfirstíganlegt eða í besta falli til mikilla trafala.
 
Fullyrðingar um að kostnaður sé fyrirsjáanlegur stenst ekki: Tæki og hugbúnaður/stýrikerfi sem bila oftast halda áfram að bila og kalla þarf út fólk til að laga þau eftir sem áður. Vírusvarnir eru t.d. alveg jafn nauðsynlegar á útstöðum eins og án kerfisveitu þó kerfisveitan sé vel varin. Það eina sem minna viðhald er við er netþjónninn sjálfur.
 
Hraði: Það er ákveðin óvissa með þennan þátt háð álagi á kerfisveitu og bandbreidd og gæði tengingar ADSL/SHDSL/ljósleiðari o.s.frv.
 
Allt traust á nettengingu: Þó kerfisleigan sé mjög áreiðanleg getur tengingin þangað auðveldlega bilað og satt best að segja er það nokkuð algeng bilun enn þann dag í dag. Bilanir á nettengingu er mun algengari en t.d. bilanir á símasambandi.
 
Hverjir eru kostir eigin netþjóns:
Sveigjanleiki: Fyrirtækið ákveður sjálft hvaða hugbúnað megi setja upp og hvað ekki auk þess sem allar stillingar eru klæðskerasaumaðar fyrir reksturinn og óháð öryggisráðstöfunum annarra.
 
Gagnarými: Með eigin netþjóni kemur mikið diskapláss án sérstakra greiðslna fyrir slíkt.
 
Ekki eins háð internet sambandi: Hægt er að halda áfram að vinna í innri kerfum þó svo internet samband detti út tímabundið.
 
Hraðari vinnsla: Ekki er verið að deila vinnsluafli skjárhermis með öðrum viðskiptavinum kerfisveitu. Boðleiðir á nærneti eru styttri og afkastameiri.
 
Ódýrari: Það er reynsla undirritaðs að sparnaður fyrirtækja með aðkeyptri þjónustu kerfisveitu sé stórlega ýktur. Talsmönnum kerfisveitu hefur láðst að geta þess að kostnaður er umtalsverður við viðhald útstöðva eftir sem áður. Ýmis tengimál og millifærsla skráa er flóknari og tímafrekari og lausnirnar oft ofar skilningi venjulegra notenda.
 
Hverjir eru ókostir eigin netþjóns:
Hár startkostnaður: Leggja þarf út fjármagn í fjárfestingu vélbúnaðar og vinnu við skipulagningu og uppsetningu kerfa. Fjárfestingin borgar sig á tveimur til þremur árum en reikna má með að netþjónn af þeirri stærðargráðu sem við sækjumst eftir endist í 5 til 10 ár.
 
Meiri ábyrgð innanhúss: Starfsmenn þurfa að skipta um afritunarspólur daglega (5 til 10 spólur í umferð í einu). Gæta þarf sérstaklega að öryggi gagnvart internetgátt. Ef kröfur koma upp um margbrotnar tengingar utanfrá þarf að huga að góðum eldvegg. Í flestum smærri og meðalstórum fyrirtækjum er öryggiseftirlit með netþjóni aðkeypt en því má sinna með fjartengingu sem einfaldar það mjög og lækkar kostnað.
 
Meira viðhald: Með því að bæta netþjóni inn á nærnetið í tölvuflóruna eykst viðhaldið en því fer fjarri að það nái upp í það sem kerfisleigan kostar. Hér gerir grunnvinnan við uppsetningu gæfumuninn. Windows netþjónar eru mjög vandasamir í uppsetningu. Microsoft hefur bætt tæknina mjög mikið en jafnframt hækkað flækjustigið með miklu úrvali valkosta. Það er hægt er að keyra margar þjónustur á einni vél en með því eru eggin líka öll í einni körfu. Það er því mikilvægt að passa þessa körfu mjög til að forðast stóráföll. Við höfum treyst mest á IBM netþjóna sem eru mjög framarlega ef ekki fremstir í gerð véla sem geta haldið áfram þrátt fyrir bilanir í einstökum kerfum. Aðrir framleiðendur eru vissulega einnig með mjög frambærilegar vélar og hvetjum við ávallt til samanburðar á verði og gæðum.
 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...