pic50.jpg
Forsida arrow Um Íkon

Um ═kon Prenta Netfang

Stefnan
Íkon ehf.  var stofnað 1988 af nokkrum áhugasömum tölvumönnum. Aðaleigandi fyrirtækisins, Ólafur Garðarsson, hefur stundað tölvuþjónustu og forritun á Íslandi og víðar síðan 1985. Starfsemi félagsins skiptist sem sagt í þrjú megin svið sem vinna saman: Kerfisþjónusta, hugbúnaðarveita, hugbúnaðarþróun og vefhýsing. Markmiðið er að vera í fremstu röð á þessum sviðum en þau styðja hvert annað.

Sagan
Reynslan spannar öll helstu stýrikerfin (Windows, Macintosh og Unix/Linux). Við byrjuðum í Macintosh heiminum með námskeið, forritun og fleira en starfsemin færðist meira og meira yfir í Windows stýrikerfin með árunum. Síðustu ár höfum við unnið mest með Unix/Linux stýrikerfi, sérstaklega í vefhýsingarþjónustunni undir vörumerkinu EDAL.NET. Sérgrein okkar er gagnagrunnar eins og Oracle en við vinnum einnig með MS-SQL, MySql, Postgresql grunna og aðra gagnagrunna. Kerfin sem hafa verið hönnuð á vegum Íkon eru margvísleg og í nánast öllum atvinnugreinum íslensks atvinnulífs en einnig fyrir erlenda aðila. Árið 2005 var fjárfest í húsnæði fyrir starfsemina miðsvæðis í Kópavogi. Vefhýsingin undir merkinu edal.net hófst 2003 og hefur smám saman undið upp á sig og er orðin mikilvægur þáttur í rekstrinum.

Framundan
Kerfisþjónustan gefur okkur mikilvægt innsæi í þann veruleika sem viðskiptavinirnir búa við og gefur okkur þannig kost á að sjá margar raunhæfar leiðir til framfara hjá þeim. Áhersla okkar er nú á opinn og frjálsan hugbúnað en vissulega vinnum við einnig með séreignakerfi þegar það á við.

Vefhýsingin hefur aukist í veltu árlega frá upphafi og stefna okkar er að stækka hlut hennar enn frekar eins og kostur er. Við veitum öðrum fyrirtækjum á þessu sviði verðuga samkeppni og markaðsaðhald en stefnum á að vera ávalt í fremstu röð hágæða vefþjónustu.

Hugbúnaðarveitan hefur verið í þróun í nokkur ár en áherslan er á að nota sem mest frjálsan, opinn hugbúnað. Launakerfið eLaun var fyrsta kerfið sem við gáfum út með þessum hætti og jafnframt hættum við að dreifa því með hefðbundnum hætti. Viðskiptavinir hafa nú eingöngu aðgang að eLaun í gegn um hugbúnaðarveituna. Reynslan lofar góðu, öryggi hefur aukist, hagkvæmni hefur aukist og tekjur félagsins eru tryggari. 

Reynsla okkar og þekking í hugbúnaðarþróun hefur komið sér afar vel við kerfisþjónustuna, hugbúnaðarveitu og vefhýsinguna. Með hugbúnaðarþróuninni veitum við viðskiptavinum okkar oft þessa viðbót sem á vantar til að ná alla leið. Við erum fyrst og fremst að leysa mál sem aðrir hafa ekki þegar leyst eða búa til viðbætur sem uppfylla það sem á vantar til að komast sem næst framsettu markmiði og oft komumst við lengra en viðskiptavinurinn reiknaði með. Við höfum áhuga og ánægju af þróunarvinnu af þessu tagi en það er sérstaklega gaman að koma viðskiptavinum ánægjulega á óvart. Við lifum fyrir það.

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...