pic33.jpg
Forsida arrow Um Íkon arrow Verklagsreglur

Verklagsreglur Prenta Netfang
Við höfum komið okkur upp nokkrum reglum sem við fylgjum í kerfisþjónustu.
  1. Skjölun. Áður en verkið hefst er mikilvægt að skipuleggja allt ferlið og reyna að sjá hugsanleg mistök fyrir. Það er mun ódýrara að gera mistök á pappír heldur en í eiginlegu verki. Við prófanir og meðan á verkinu stendur er mikilvægt að skrá aðgerðirnar og útkomur eins og kostur er. Þegar um fjölþættar uppfærslur er að ræða svo sem eins og hjá fjölda notenda á netkerfum er gott að útbúa tékklista eða töflur til merkja við hvað er búið.
  2. Prófun. Áður en nýr hugbúnaður og/eða vélbúnaður er tekin í notkun er mikilvægt að prófa og fá í það minnsta lágmarks fullvissu um að nýjungarnar gangi með kerfum sem eru fyrir og ef ekki hvað þarf að gera til að láta dæmið ganga upp. Tíminn sem fer í prófanir getur verið frá nokkrum mínútum í nokkur ár allt eftir umfangi breytinganna. Hófleg fjárútlát í prófanir geta sparað félaginu stórfé og fyrirhöfn. Fjöldi félaga um allan heim hafa hreinlega oltið um koll vegna þess að ný kerfi voru tekin í notkun án fullnægjandi prófana.
  3. Bökkun. Tæknimenn verða ávallt að hafa leið til að bakka í upphaflegt ástand með lifandi kerfi (eru í fullri notkun dags daglega) sem þeir eru að breyta. Best er að taka kalt afrit á harðan disk ef því verður við komið og einnig er gott að eiga segulbands afrit til auka. Einnig þarf að gera sér grein fyrir þeim tíma sem það tekur að bakka svo hægt sé að ákveða “abort” tíma, þ.e. hvenær hætta á við uppfærsluna og bakka í upphaflegt ástand. Kerfi sem ganga 24 x 7 þ.e. allan sólahringinn alla daga vikunnar eru erfiðust viðfangs. Stundum verður ekki hjá því komist að setja ný kerfi upp á sér vélbúnað til hliðar við gömlu og skipta yfir á tilteknum tímapunkti.
  4. Eitt í einu. Í bilanaleit er mikilvægt að breyta ekki mörgum breytum í einu svo hægt sé að sjá hvaða breyta hefur hvaða áhrif. Þegar verið er að uppfæra kerfi er betra að framkvæma eina uppfærslu í einu til að dreifa athyglinni ekki of mikið. Stundum verður þessu ekki við komið en öll einföldun á verkferlinu reynist oftast betur.
  5. Samskipti. Ef aðgerð getur ekki haft nein áhrif á notendur vilja þeir oftast sem minnst um hana vita. En ef aðgerð hefur hugsanlega einhver áhrif á starfsmenn eða viðskiptavini félags er betra að vera búinn að vara við hugsanlegum truflunum. Það er mikilvægt að muna að tími allra er mikilvægur og sálarró okkar allra er líka mikilvæg. Svörun notenda er oftast eina leiðin til að vita hvernig hefur tekist til. Tæknimenn eiga að leggja sig alla fram við að halda góðum og vinsamlegum tjáskiptum.
  6. Ljúka. Oft er sagt að í hugbúnaðarsmíð taki síðustu 10% af verkinu 90% af tímanum. Þessi staðhæfing er ekki fjarri lagi en oftast er hugbúnaður framþróaður smátt og smátt allan sinn líftíma og fólk fær stundum á tilfinninguna að málinu ljúki aldrei. Það er því mikilvægt að skilgreina fyrirfram eins og hægt er þá áfanga sem framundan eru og ekki hætta fyrr en búið er að sannreyna eins og við verður komið að breytingarnar hafa komist á og að þær hafi ekki haft áhrif annarsstaðar en til var ætlast.
 
< Fyrri
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...