pic41.jpg
Forsida

eLaun í hugbúnaðarveitu Prenta Netfang

Það hefur lengi verið draumur undirritaðs að geta boðið hugbúnað með fullkomnu grafísku notendaviðmóti í gegn um vefinn. 2008 sáum við möguleika á að gefa viðskiptavinum kost á þessu með tiltölulega ódýrum hætti. Við hófum strax rannsóknir og prófanir og árangurinn birtist nú í fyrstu vörunni okkar af þessu tagi, launakerfinu eLaun er nú veit til viðskiptavina frá hugbúnaðarveitunni okkar í gegn um Internetið.

Notendur eLaun fá í þessu kerfi kosti tveggja heima þ.e. miðlæga vistun og öryggi og fullnaðar grafískt notendaviðmót án takmarkana hinna dæmugerðu vafrabyggðu kerfa.

Hafðu samband við okkur í síma 555-1693 til að fá prufuaðgang. 

eLaun var þróað fyrst fyrir Macintosh tölvur fyrir um 20 árum. Það var því alltaf í grunninn hannað sem nútíma notendaviðmót.  Um 1995 var kerfið aðlagað Windows og þúsundir launþega hafa fengið launin sín reiknuð með kerfinu. Í gegn um árin hefur kerfið þróast miðað við kröfur hvers tíma. Skattar eru nú reiknaðir í þrepum eins og ný lög gera ráð fyrir og staðgreiðsluskýrslan er send með rafrænum hætti beint til RSK. 

Nokkrir af ótvíræðum kostum þess að fá aðgang að viðskiptakerfum í hugbúnaðarveitu eru:

  • Óháð stýrikerfi. Aðgangur er óháður stýrikerfi notanda.  Windows, Macintosh, Linux og önnur Unix stýrikerfi hafa greiðan aðgang.
  • Öryggi. Samskiptin við hugbúnaðarveituna eru dulkóðuð, rekstraröryggi fyrirtækja er ekki ógnað þó tölvur skemmist eða glatist af einhverjum ástæðum. Gagnaöryggi í viðhaldi afrita er innifalið og sjálfgefin þjónusta, viðskiptavinir þurfa ekki að hugsa um það. 
  • Frelsi notenda. Notendur eru ekki háðir aðgangi að tiltekinni tölvu til að sinna störfum sínum. Þeir geta unnið að heiman og af skrifstofunni eftir því sem hentar hverju sinni.
  • Þjónusta og viðhald. Þegar upp koma spurningar er handhægt að geta fengið þjónustuaðila til að opna kerfið samtímis og sjá fyrstu hendi hvað notandinn er að ræða um. Uppfærslur fara fram miðlægt svo notendur eru alltaf með þróuðustu útgáfuna af kerfinu.
  • Fyrirsjáanlegur og hóflegur kostnaður. Viðskiptavinir vita að hverju þeir ganga kostnaðarlega og taka ekki áhættu á að fjárfesta stórt í kerfi ef aðstæður eða kröfur breytast. Menn sjá almennt innan nokkurra vikna eða mánaða hvort kerfi henta starfseminni eða ekki. Þá er kostur að geta sagt þjónustunni upp án sársaukafulls taps í hugbúnaðarfjárfestingu. Kostnaður á launþega er frá ca. kr. 700/mán per launþega niður í kr. 90/mán per launþega.

Hafðu samband við okkur í síma 555-1693 til að fá prufuaðgang.

 
NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...