pic12.jpg
Forsida

Euromnis 2009 Prenta Netfang

Sumarið 2008 hafði Fred Brinkman nokkur samband til að fá mig til að gerast leiðbeinandi í Euromnis 2008. Euromnis er árlegur viðburður, oftast í Hollandi, fyrir hönnuði í Omnis hugbúnaðar-þróunarkerfinu. Helstu sérfræðingar í Omnis og í tengdum sviðum koma saman og halda fyrirlestra og kennslustundir fyrir áhugasama þátttakendur úr Omnis samfélaginu. Við höfðum unnið í uppsetningum á LTSP hérlendis (m.a. fyrir VMA) og kannað virkni Omnis innan þess umhverfis vegna notkunar okkar á því umhverfi. Nokkur áhugi var á þessari tækni og við settum hana í samhengi fyrir Omnis notendur á námskeiðinu.

Leiðbeinendurnir og þátttakendur koma allstaðar að úr heiminum og þetta er því mikill suðupottur reynslu og hugmynda. Þegar Euromnis 2009 dró nær var ég aftur kallaður til en í þetta sinn var ég kominn nógu langt með þróun hugbúnaðarveitunnar til að sýna þátttakendum uppsetningu á henni með Linux og Omnis.

Óhætt er að segja að þetta efni hafi vakið nokkra athygli á ráðstefnunni sem er mikil hvatning til að halda áfram þróun. Íkon hefur nýlega tekið í notkun tvo hugbúnaðarþjóna vistaða hjá Basis, innlendri kerfisveitu, sem sérhæfir sig í Linux/Unix kerfum. Menn voru nokkuð hissa á að sjá að hægt var að vinna með kerfi á skjánum alla leið frá Íslandi eins og það væri staðsett á tölvu á staðnum.

Tæknin byggir að mestu á opnum frjálsum hugbúnaði. Þjónustuþegar gerast áskrifendur gegn hóflegu gjaldi að fyrsta flokks hugbúnaði án þess að leggja út stórar fjárhæðir eða taka nokkra áhættu. Áhyggjur af öryggi gagna heyra sögunni til þar sem kerfin eru vistuð í mjög öruggu umhverfi með fyrsta flokks öryggisafritun. 

Ólafur Garðarsson

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...