pic49.jpg
Forsida

Örnámskeið hjá Skýrslutæknifélaginu Prenta Netfang

Tryggvi Björgvinsson kom að máli við okkur í byrjun febrúar 2009 og óskaði eftir aðkomu okkar að kynningu á opnum og frjálsum hugbúnaði á svokölluðu Örnámskeiði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands. Tryggvi fól okkur að fjalla um hagnýta notkun opins hugbúnaðar þar sem Íkon ehf hefur rekið vefhýsingu um árabil með opnum hugbúnaði auk annarra verkefna svo sem eins og LTSP (Linux Terminal Server Project).

Smella má á myndirnar til að sjá glærur námskeiðisins. Eftirfarandi er sá texti sem fluttur var í formála meðfylgjandi glærusýningar.

Íkon ehf hefur verið að veita þjónustu við og með opnum og frjálsum hugbúnaði að einhverju marki síðan 1999 en 2003 fórum við út í vefhýsingar með LAMP vefþjónum. LAMP stendur fyrir Linux Apache, MySql og PHP. Reyndar vilja sumir segja að P-ið standi fyrir Python og Perl líka en þau kerfi fylgja oftast með í kaupbæti á Linux.

Allt er þetta opinn og frjáls hugbúnaður en vefhýsingin varð á síðasta ári megin stoð fyrirtækisins í innkomu. Eins og kemur fram á glærunni eru LAMP vefþjónarnir uppistaðan í vefþjónum internetsins. Hinn helmingurinn af internetinu uppistendur af mörgum gerðum stýrikerfa og hugbúnaðar, meirihlutinn af því er líka opinn hugbúnaður því Apache, mySql og PHP keyra bæði á öðrum Unix vefþjónum auk Windows.

Íkon ehf hefur verið að sinna kerfisþjónustu með Windows stýrikerfunum í fjölmörg ár. 2008 ákvað ég að færa fyrirtækið enn meira yfir í opinn hugbúnað tengdum Linux stýrikerfunum. Nánast allt árið 2008 fór í tilraunir, prófanir og kynningar og ég hef sett nokkra fjármuni í þessa vinnu. Við höfum verið að setja upp Vyatta open source eldveggi fyrir fyrirtæki í mörg ár en í fyrra settum við upp fyrsta LTSP kerfisþjóninn. Það var hjá Farfuglaheimilinu í Laugardalnum en sett var upp netkaffi fyrir gesti og skipt út gömlu Windows kerfi sem var alltaf að bila og sýkjast af vírusum og virtist hafa nokkra sjálfseyðingarhvöt.

Næsta verkefni var að setja upp LTSP útstöðva kerfisþjón hjá VMA (Verkmenntaskólanum á Akureyri). Yfir 400 nemendur eru nú að nota það kerfi og reynslan lofar það góðu að þeir ætla að færa allt sem þeir geta í skólanum yfir í slík kerfi. Stefna þeirra er að öll hugbúnaðkerfi innan skólans verði opinn hugbúnaður innan 3 anna.

Aðrir skólar eru einnig að hugsa sér til hreyfings vegna breyttrar stefnu stjórnvalda í þessum málum en Forsætisráðuneytið gaf út sérstaka stefnuyfirlýsingu í mars 2008 um þetta efni:

 

 
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...