pic7.jpg
Forsida

Disklausar ˙tst÷­var VMA komnar Ý notkun Prenta Netfang

LTSP verkefni okkar meðVerkmenntaskólanum á Akureyri hefur gengið mjög vel og nú eru nemendur farnir að nota tölvurnar í almennri notkun í skólanum.

Með aðstoð Birgis hjá Stefnu ehf tókst Adami Óskarssyni kerfisstjóra að tengja kerfið við LDAP nemendaskrá skólans. Við höfum svo í kjölfarið sett upp skriftur til að neggla niður Proxy vísanir í Firefox ofl.

Kerfið er þegar þetta er skrifað í öðrum fasa þróunarinnar þar sem tölvur hér og þar um skólann eru tengdar inn á kerfið. Nemendum hefur ekkert verið leiðbeint eða tilkynnt sérstaklega um tilvist eða tilhögun kerfisins. Þeir hafa einfaldlega séð vélarnar, prófað að kveikja á þeim og skráð sig inn með notendanöfnum sínum og lykilorðum. Adam fylgist álengdar með hvernig nemendum tekst að nýta sér tölvurnar og metur næstu skerf út frá því. Við bíðum spenntir eftir niðurstöðunum.
 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...