pic46.jpg
Forsida

VMA tekur ßskoruninni Prenta Netfang

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið áskorun okkar um ókeypis uppsetningu á LTSP (Linux Terminal Server Project) á netkerfi þeirra. Við vonumst til að verða komnir með kerfið tilbúið til notkunar fyrir haustið.

Kerfisstjórinn Adam Ásgeir Óskarsson vill með þessu bjóða nemendum aðgang að disklausum útstöðvum og auka hraða og öryggi en jafnframt lækka kostnað um leið. Kerfið er sett upp á vélbúnað sem til var fyrir hjá skólanum og fjárhagslega áhætta skólans er því í lágmarki.

Við áætlum að vísa á þetta verkefni sem fyrstu LTSP uppsetninguna af okkar hálfu í íslenskum skóla og leggjum því mikla áherslu á að verkefnið gangi upp. Lesa má meira um LTSP fyrir skólana hér.

Þess má geta að kerfið verður sett upp af okkar hálfu í gegn um fjartengingu við netkerfi VMA en Stefna ehf undirbýr uppsetninguna og tengingu okkar inn á kerfið.

 
NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...