pic51.jpg
Forsida

Af hverju Linux? Prenta Netfang

Af hverju erum við að breyða út þá hugmynd að nota megi Linux stýrikerfið? Höfum við eitthvað á móti Microsoft og Windows eða Apple og Macintosh OSX (Mac OSX)?

Mac OSX, notendavænsta stýrikerfið.Nei, Linux er valmöguleiki og fleiri valmöguleikar þýða samkeppni og lækkun kostnaðar fyrir alla. Við notum og styðjum því áfram Microsoft og Apple vörur eins og við höfum gert árum saman.

Skoðum nú nánar hvar styrkur þessara stýrikerfa liggur og hverjir eru veikleikar þeirra. Hvaða stýrikerfi fær hæstu einkunina þegar allt er borið saman? Getum við notið kosta allra kerfana og gefið ókostunum langt nef? Er ekki aðal málið að koma verkefnum okkar í höfn án þess að það kosti arm eða legg í tíma og peningum? Þarftu að kynna þér framleiðendapólitík og halda með einhverju stýrikerfi eins og fótboltaliði?

Hér koma staðhæfingar byggðar á okkar reynslu og svo leitumst við til að rökstyðja þær í kjölfarið.

Hvert er fjölhæfasta stýrikerfið með mest af mögulegum hugbúnaði?

Svar: Unix / Linux. Unix hefur verið til lengst af öllum stýrikerfunum og Linux, sem er í raun enn ein útgáfan af Unix, nýtur þess.

Hvert er ódýrasta stýrikerfið í innkaupum?

Svar: Linux. Það má fá margar tegundir af Linux ókeypis.

Hvaða kerfi er dýrast í innkaupum?

Svar: Það hlýtur að teljast Mac OSX þar sem ekki er hægt að keyra það stýrikerfi á neinum öðrum vélbúnaði en frá Apple.

Hvert er auðveldasta stýrikerfið fyrir byrjendur?

Svar: Mac OSX. Apple hafa virkilega gert vel í að gera tölvuna að verkfæri til að koma frá sér verkefnum í stað þess að tölvan sé verkefnið.

Fedora Linux, frjálst og frítt stýrikerfi.Hvar er lægsta bilanatíðnin og minnsti þrautaþátturinn?

Svar: Mac OSX. Þessar tölvur bara ganga og ganga mánuðum og árum saman án svo mikið sem endurræsingar. Hugbúnaður hefur tilhengingu til að virka frekar en hitt og uppsetning jaðartækja stendur næst því að heita "Plug and Play", þ.e. hvað varðar tæki sem á annað borð styðja Mac OSX.

Hvert er vinsælasta og útbreiddasta stýrikerfið (fyrir einmenningstölvur)?

Svar: Það er án efa Windows XP þegar þetta er skrifað. Vista stýrikerfið mun líklega taka við kyndlinum á næstu árum en hvort Unix stýrikerfunum (Linux og Mac OSX) tekst að skáka Windows seinna meir kemur í ljós.

Hverjum hefur tekist best að samhæfa mismunandi hugbúnaðarpakka?

Svar: Microsoft með Windows, Office, Exchange og Active Directory. Þetta eru það sem nefnt hefur verið "Killer Apps" enda vinsælustu hugbúnaðarvöndlar á jörðinni. Kannski er þetta helsta ástæðan fyrir því að opinn hugbúnaður á erfitt með að hreyfa við yfirburðarstöðu Microsoft á markaði.

Hver er bjartasti nýliðinn?

Svar: Ubuntu Linux. Þetta stýrikerfi komst í álnir fyrir aðeins nokkrum árum og er á hraðferð að verða vinsælasta Linux útgáfan ástam Kubuntu bróður sínum.

Hvaða stýrikerfi fær besta alhliða stuðning við jaðartæki / umhverfið?

Það verður að teljast Windows XP og Windows Vista verður bráðum í svipuðum sporum. Seljendur jaðartækja einfaldlega miða fyrst og fremst við Windows notkun og leggja áherslu á rekla fyrir Microsoft stýrikerfin.

Window XP, vinsælasta stýrikerfið.Hvaða stýrikerfi er ódýrast í rekstri (TCO)?

Það er líklega Linux en Mac OSX er einnig sterkur kandidat eftir því hvernig á það er litið. Ef ekki væri fyrir öryggisvandræðin í XP og barnasjúkdóma Vista væri Windows betur statt. Viðhaldsvandamál tengd Windows stýrikerfunum hafa háð þessum stýrikerfum stórlega.Tölvuþrjótar hafa einnig aukið verulega kostnaðinn við Windows (TCO = Total Cost of Ownership).

Hvaða stýrikerfi notum við mest?

Það kemur þér kannski á óvart að Linux er vinnuþjarkurinn sem við treystum mest á þegar allt kemur til alls. Um 50% af vefþjónum og póstþjónum internetsins eru Linux. Google, Yahoo, eBay og Amazon treysta á Linux og Unix vefþjóna nær eingöngu. Sú staðreind að þú ert að lesa þetta styður þessa staðhæfingu enda vistað á Linux vefþjóni með svokallaðri LAMP útfærslu (Linux, Apache, MySql, PHP, Python, Perl).

Hvaða stýrikerfi er í mestum vexti?

Ef miðað er við einmenningstölvur er það Linux. Markaðshlutdeild Linux hefur vaxið um 60% á ári í nokkur ár. Ef fram fer sem horfir nær Linux krítískum massa innan 2ja ára, þ.e. yfir 5% markaðshlutdeild. Nái Linux 10% verður það veruleg ógnun við Apple og Microsoft. Mælingar á markaðshlutdeild eru reyndar umdeildar. Ofangreindar tölur eru fengnar með aðferð sem við teljum rökréttastar þ.e. að miða við heimsóknir á stórt úrtak vefsíðna. Vefþjónarnir sjá oftast nær hverskonar tölva er á hinum endanum og skrá það í færsluskrár.

Hvaða stýrikerfi er vinsælast í netþjónum?

Netþjónar eru þær vélar sem veita starfsmönnum aðgang að sameiginlegum skjölum og slíku innan fyrirtækja og stofnana. Windows 2000 og Windows 2003 eru með yfirburðarstöðu á þessum markaði eða um 70% hlutdeild. Linux hefur um 20% og Unix hefur nánast afganginn. Gamla góða Novell kemst vart á blað en það er af mörgum kerfisstjórum talið með bestu netþjónustuna (Directory Services). 

 

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...