pic39.jpg
Forsida

Hanna­ fyrir skˇlana Prenta Netfang

Skjámynd af útstöð

Við höfum um nokkurt skeið verið að prófa og þróa tölvukerfi sem hentar afar vel í skólastarfi fyrir nemendur og kennara. Fjárfesting í þessu kerfi kostar aðeins brot af því sem hefðbundin kerfi með einmenningstölvum kosta. Verulegur sparnaður fæst bæði í uppsetningu og viðhaldi. Viðhaldsþátturinn er sérlega hagstæður þar sem öllu má stýra frá einum stað og í fjartengingu.

Sparnaður miðað við hefðbundin tölvukerfi er frá 50% upp í 90% eftir fjölda útstöðva. Eftirfarandi er hluti þeirrar þjónustu sem nemendur og kennarar geta fengið í gegn um disklausa kerfið.

Þjónustustig

 • Hver og einn kennari og nemandi getur haft persónulegan aðgang fyrir sín skjöl og stillingar frá hvaða útstöð sem er í skólanum og einnig að einkatölvunni að heiman og reyndar hvaðan sem er.
 • Aðgangur að töflureikni, ritvinnslu, glærukerfi (presentation), teikniforriti ofl. með Open Office (opnar og vistar Microsoft Office skjöl)
 • Aðgangur að öllum Windows kerfum sem þörf er á.
 • Aðgangur að öllum netþjónum og slíku sem til er fyrir hjá skólanum.
 • Notendaviðmótið getur verið á íslensku en einnig fleiri tungumálum ef verða vill. Tungumálið er tengt notandanum.

Í hverju felst sparnaðurinn?:

 • Útstöðvarnar eru disklausar. Harðir diskar eru viðkvæmasti hluti tölvanna og með hæstu bilanatíðnina. Það er stór sparnaður að losna við þá.
 • Nota má eldri tölvur, skjái og annað en fá mun meiri afköst eftir sem áður.
 • Endurnýjun útstöðva er mun ódýrari. Notast má við svokallaðar ThinClient vélar sem eru í raun disklausar útstöðvar.
 • Öll uppsetning fer fram miðlægt. Ekki þarf að hafa áhyggjur af öllum þeim óöryggisþáttum sem fylgja tugum og hundruðum sjálfstæðra einmenningsvéla.
 • Allur hugbúnaður er leyfisgjaldalaus. Notast er við Open Source hugbúnað (frjáls hugbúnaður) til hins ýtrasta.

Fyrir kerfisstjórana:

 • Ódýrt að prófa. Einungis þarf að bæta inn einni tölvu inn á netkerfið, bæta við 3 færslum í DHCP og stilla nokkrar útstöðvar á þann möguleika að ræsa upp með PXE og "búmm" þú ert kominn af stað. Til þess að sýna og prófa kerfið má nota einhverja léttvæga vél. Þegar kemur að fullri notkun vilja menn væntanlega færa sig í aðeins meiri þungavigt hvað afköst varðar. Sjá tæknilegar kröfur kerfisþjóns hér.
 • Engar kollsteypur. Kerfið vinnur með því sem er fyrir og getur notað Active Directory fyrir authentication. Allar stillingar og skjöl og annað sem eru vistaðar á Windows netþjónum eru því áfram í fullu gildi. Nemendur og aðrir geta kynnst kerfinu rólega því þeir geta haft val um að ræsa upp í LTSP eða Windows þ.e. ef Windows er á hörðum diski tölvunnar. Disklausi aðgangurinn er líka frábær að hafa til staðar ef eitthvað kemur fyrir Windows uppsetninguna eða harða diskinn. Bara ræsa upp af netinu takk.
 • Engir vírusar. Kerfið byggir á Linux og vírus vandamál eru nánast óþekkt í þeim kerfum. Afli véla er því ekki sóað í þrotlausa skimun eftir óværum.
 • Notendur hafa ekki réttindi til að setja inn hugbúnað nema þeim hafi verið gefnar slíkar heimildir sérstaklega. Þrálát óreiða einmenningstölva nær því ekki tökum á kerfinu og viðhald er því í lágmarki. Allar innsetningar fara fram miðlægt.
 • Öryggisnálgunin í Linux er meira í ætt við "allt er bannað nema það sé sérstaklega leyft" í stað "allt er leyft nema það sé sérstaklega bannað" eins og Windows kerfin hafa lengst af verið. Kerfisstjórar hafa því fullkomna stjórn á því hvað má og hvað má ekki. 
 • Mjög fljótlegt er að prófa nýjan hugbúnað í sýndarumhverfi áður en eiginleg uppsetning fer fram.
 • Engin leyfisgjöld. Kerfisstjóri er laus við að halda utan um hugbúnaðarleyfi. Þetta er Opinn og frjáls hugbúnaður án takmarka.
 • Kerfisstjórar hafa aðgang að óteljandi tólum og hugbúnaðarkerfum sem hafa verið þróuð fyrir Unix og Linux.

Dæmi um uppsetningu 

Dæmi um uppsetningu í skóla eða fyrirtæki.


 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...