pic38.jpg
Forsida

┴vinningur ehf Prenta Netfang

Ávinningur ehf sérhæfir sig í viðskiptakerfum fyrir íslenskan markað. Þeir eru umboðsmenn og þjónustuaðilar fyrir Sage Pastel viðskiptakerfin og hafa þýtt þau yfir á íslensku og aðlagað fyrir íslenskar aðstæður. Þeir hafa valið Álaun kerfið frá Íkon ehf til að selja með Sage Pastel kerfunum sínum til að sjá um launaútreikningana. Við höfum aðlagað Álaun eftir þeirra óskum til að senda launafærslur yfir í Sage Pastel fjárhagsbókhaldið.

Kerfin frá Ávinningi henta íslenskum aðstæðum sérlega vel vegna þess að þau eru hönnuð með lítil og meðalstór fyrirtæki í huga og bjóða uppá eiginleika sem hingað til hafa einungis staðið notendum mun stærri og dýrari kerfa til boða. Eftir sem áður anna þau þörfum stórra fyrirtækja en sneyða framhjá þeim flækjustigum sem jafnan vilja verða í hugbúnaði sem hannaður er fyrir umtalsverða aðlögun og kostnaðarfreka innleiðingu. Álaun kerfið passar því fullkomlega inn í vörulínuna hjá Ávinning. Gunnar Óskarsson stýrir Ávinning en að baki honum stendur fjöldi innlendra og erlendra samstarfsaðila sem stuðla að stöðugri þróun á kerfunum og sterkri samkeppnisstöðu notenda.

 
NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...