pic12.jpg
Forsida

Stˇri sparna­urinn Prenta Netfang

Disklausar útstöðvar eru að ryðja sér til rúms smátt og smátt með "nýrri" tækni sem nú er á boðstólum. Síðustu ár höfum við verið að þróa uppsetningu og notkun á frjálsum hugbúnaði (Open Source) fyrir margvísleg verkefni.  Við höfum nú á boðstólum uppsetningu á tölvukerfum fyrir fyrirtæki og skóla sem byggja á disklausum útstöðvum og frjálsum kerfum. Þessi aðferðafræði leiðir til mikils sparnaðar og lægri viðhaldskostnaðar. Í fyrstu í margfalt minni fjárfestingu í búnaði og í kjölfarið í margfallt minna viðhaldi. (Read this article in English)

Sú stefna sem var mörkuð á níunda áratugnum þ.e. að allir hefðu eigin tölvu með hörðum disk, stýrikerfi og öllum notendahugbúnaði er mjög eyðslusöm leið (einmenningstölvu-stefnan). Viðhaldskostnaðurinn einn og sér er óheyrilegur.

Úthýstar kerfisveitur hafa gert sitt besta til að spyrna við miklum kostnaði við tölvun en þær hafa hvorki náð þeirri útbreiðslu sem spáð var né þeim sparnaði sem lofað var. Best hefur reynst að keyra bókhaldskerfi í úthýstum kerfisveitum og oftast nær fæst verulegur sparnaður og þægindi af því, sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Fyrir almenna notkun er lausnin millistig sem leyfir kosti beggja heima ef svo má segja. Það hefur ekki verið með góðu móti hægt að nota disklausar útstöðvar fyrir úthýstu kerfisveiturnar og því lítill sparnaður þar. Notendur hafa þurft heila tölvu með hörðum disk, stýrikerfi og öllu tilheyrandi eins og vírusvörnum og slíku. Hvar er þá sparnaðurinn? Microsoft hafa haft á boðstólum í þó nokkurn tíma kerfisþjóna (Terminal Server) en leyfisgjöldin fyrir þá eru dýr enda hafa þeir ekki séð sér hag í ódýrri útbreiðslu þeirra vegna mikilla hagsmuna af ofangreindri einmenningstölvu-stefnu.

Disklausu útstöðvarnar þurfa aðeins lyklaborð, skjá og lítið box með net- og skjákorti. Hægt er að nota eldri tölvur sem útstöðvar og er þá harði diskurinn hreinlega fjarlægður úr vélinni. Oft hefur grunnstýrieining (BIOS) vélarinnar innbyggða þá virkni sem þarf til að breyta vélinni í disklausa útstöð. Ef ekki, má setja í hana CD disk eða USB lykil sem breytir henni í disklausa útstöð.

Hvaða stýrikerfi sér notandinn? Við höfum verið að þróa tækni sem leyfir okkur að keyra Linux auk Windows frá kerfisþjóninum (Terminal Server). Undirliggjandi stýrikerfi er Linux með LTSP. Ofan á því keyrum við XP stýrikerfið í sýndarumhverfi. Notendurnir sjá aldrei muninn. Þar sem meirihluti notenda kunna nánast eingöngu á Windows stýrikerfin reiknum við fastlega með að þau stýrikerfi verði ofaná í einhver ár í viðbót. Linux dreifingar eins og Ubuntu hafa hinsvegar þroskast mikið undanfarin ár og þó nokkuð er um það að fólk velji sér þessi stýrikerfi á einkatölvur sínar.

Vefsíða LTSP hefur að geyma ótal happasögur af árangursríkum uppsetningum á disklausum útstöðvum. Kostir disklausu útstöðvanna eru ekki fáir. Eftirfarandi er listi yfir nokkur atriði sem leysast á mjög hagkvæman hátt:

  • Aðgangsöryggi: Örryggisstillingar fara fram á einum stað og frá þeim skilmálum sem eru settir er engin óvissa vegna ytra stýrikerfis. Útstöðvarnar hafa engan harðan disk og engin eigin gögn til að verja. Þær hafa einfaldlega ekkert hlutverk hvað varðar aðgangsheimildir. Grunn stýrikerfið er Linux sem er ein tegund hins margreynda Unix stýrikerfis. Unix hefur lengstu og farsælustu þróunarsögu allra nútíma stýrikerfa. Þegar stýrikerfi eru valin fyrir geimrannsóknir, aðrar vísindarannsóknir og lækningatæki verður Unix nánast undantekningarlaust fyrir valinu. Unix hefur einfaldlega best útfærðu grunnhönnunina af þeim stýrikerfum sem í boði eru. Það var ekki að ástæðulausu að Apple valdi Unix fyrir sína framtíð.
  • Hreint umhverfi: Kerfisþjónninn getur hreinsað notendastillingar reglulega eða eftir hverja notkun. "Óhreinindi" sem notendur hafa hugsanlega komist í á internetinu nær ekki fótfestu því hann má hreinsa sjálfkrafa við lok notkunar. Þetta er einfalt í uppsetningu og tilvalið þar sem margir hafa aðgang að tilteknum útstöðvum.
  • Afritun: Öll gögn notenda eru vistuð á miðlægum netþjóni eða á kerfisþjóninum sjálfum. Þetta einfaldar afritun gagna stórkostlega.
  • Stofnkostnaður: Til að koma útstöðvaþjónustunni af stað þarf aðeins eina öfluga tölvu og hver útstöð er ódýrt disklaust box án stýrikerfis með skjá, lyklaborði og mús. Því fleiri útstöðvar er setja á upp því hagstæðara. 10 útstöðvar með útstöðvaþjóni kosta um 600 þús. með uppsetningu og spara má meira með því að nota eldri tölvur sem þegar eru til staðar. Kostnaðurinn gæti farið niður í 200 þúsund í uppfærslu frá fyrirliggjandi tölvukerfi þar sem nýta mætti eldri tölvur. Eldra tölvukerfið fengi þannig nýtt líf og notendur gætu fengið aðgang að allt að þremur stýrikerfum. Vissulega þarf að greiða fyrir hvert hugbúnaðarleyfi eins og áður þ.e. þau sem eru leyfisskyld en Linux aðgangurinn þarfnast engra slíkra leyfa. Notendur hefðu jafnframt aðgang að miðlægri gagnageymslu á þjóninum eða á netþjónum sem kunna að vera til fyrir.
  • Rekstrar og viðhaldskostnaður: Gera má ráð fyrir mun færri bilunum vegna þess að allt kerfið er miðlægt og einfaldara að treysta rekstur og öryggi á einum stað en mörgum. Jafnframt eru útstöðvarnar ekki með stýrikerfum eða hörðum diskum en þetta tvennt eru lang stærstu bilanavaldar einmenningstölva. Notendastillingar geta verið sértækar eftir sem áður þar sem hver notandi geymist sér á sínu svæði á kerfisþjóninum. Þegar tæknimaður sinnir viðhaldi af einhverju tagi nægir honum að tengjast kerfisþjóninum og breyta og bæta eftir þörfum. Kerfisþjóninn má setja upp í klasa (Cluster) og með því móti tryggja að vélbúnaðarbilanir felli ekki kerfið.
  • Stöðugleiki: Linux og Unix kerfi eru þekkt fyrir stöðugleika. Kerfi sem við setjum upp í Linux svo sem eins og eldveggir, vefþjónusta, póstþjónar ofl. ganga mánuðum og árum saman án endurræsingar. Minnislekar og ýmis slík vandamál sem hrjá Microsoft kerfin eru nánast óþekkt í Linux. Þetta er vegna þess að í hugmyndafræðinni og við hönnun á kjarnanum í Unix stýrikerfum var byrjað á réttum enda ef svo má segja.
  • Nýtni: Kerfisþjónninn þarf bara aðeins meira minni en venjuleg útstöð til að þjóna tugum útstöðva. Hann nýtir vinnsluminnið af mikilli snilld þannig að allir hafa eftir sem áður nóg að bíta og brenna hvað minnisaðföng varðar.

Sjá hér tæknilegar kröfur fyrir kerfisþjón (Terminal Server) 

Hér er fyrst og fremst verið að ræða um notkun á frjálri Open Source tækni. Nota má Open Office í stað MS-Office en það bæði opnar MS-Office skjöl og vistar slík skjöl. Evolution hentar vel í tölvupóstinn en það kerfi getur tengst Exchange póstþjónustum sem og öðrum. Eins og áður sagði má nota úthýstar kerfisveitur fyrir ýmis Windows kerfi sem ekki eru til á Linux, sérstaklega þau sem tengjast bókhaldi og slíku. Einnig má keyra mörg slík kerfi í Vine á Linux eða í ofangreindum sýndarkerfum. Hafir þú hug á að sprara stórt fyrir þitt fyrirtæki, stofnun eða skóla eða viðskiptavin hafðu þá samband við okkur. Við bjóðum upp á tilbúnar lausnir og kennslu til tæknimanna í að setja upp og viðhalda Linux kerfisþjónustum. Við bjóðum einnig upp á sýningar á þessari tækni.


 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...