pic6.jpg
Forsida

Af hverju er Vista Ý v÷rn? Prenta Netfang

Af samtölum við kollega í tölvugeiranum mætti draga þá ályktun að Vista stýrikerfið eigi sér fáa talsmenn utan Microsoft. Er þetta sanngjarnt? Sérstaklega eftir SP1 (Service Pack 1)? Öryggismálin í Vista eru allt annað mál heldur en gatasigtið Windows XP.

Þeir sem hafa reynt að reka netkaffi með XP stýrikerfinu hafa reynsluna af því að það er nánast ekki hægt að verja það fyrir vissum tegundum árása. Öryggið í Vista er mun líkara því sem gengur og gerist í Unix heiminum þ.m.t. Linux og Macintosh. Engar breytingar eru leyfðar á kerfinu nema með réttum heimildum og notandinn er spurður leyfis fyrir breytingum þegar hann hefur heimildir. Notendur eru mun betur settir öryggislega séð með Vista. Það er t.d. hægt að brjóta upp allt að 10 stafa lykilorðum í XP á um 2 klst. með miðlungs tölvuafli. Sama dæmi tekur nokkra sólarhringa í Vista (ath. þetta á ekki við um netaðgang að vélunum, aðeins beinan aðgang þegar lesa má dulkóðað gildi (hash value) lykilorðsins en tíminn fer eftir því tölvuafli sem maður hefur til umráða).

Ég hvet tölvugúrúa og tölvunörda til að kynna sér Vista stýrikerfið aftur núna og sjá hvort stöðugleikinn og samhæfnin hafi ekki lagast. Endanotendur eru mun betur settir öryggislega séð heldur en með XP og í heildina er stöðugleikinn meiri og minna af uppsöfnuðu rusli með tilheyrandi hægvirkni eins og XP er frægt fyrir.

Þeir sem vilja vera lausir við Microsoft fá sér náttúrulega bara Macintosh eða Ubuntu Linux, stýra hjá Outlook og nota GMail og Open Office fyrir skjölin.

Þess má geta að undanfarinn 2 ár hafa orðið miklar breytingar í netheimum hvað varðar dreifingu vírusa og ruslpósts. Ábyrgum hagsmunaaðilum á internetinu hefur tekist að hefta dreifingu vírusa með tölvupósti stórkostlega með síun á póstþjónunum sjálfum. Stærsta smitleiðin hefur verið meira og minna lokuð um nokkurt skeið og það er orðið nokkuð sjaldgæft satt best að segja að fá vírus í tölvupósti. Ég er ekki að hvetja til þess að henda út vírusvörnum á notendavélum þó þær hafi mun minna að gera síðan 2005 - 2006 sem voru líklega met ár í vírusútbreiðslum. 

Ólafur

 
NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...