pic8.jpg
Forsida

Frjálsir eldveggir? Prenta Netfang

Frjáls eldveggur hljómar kannski einkennilega en við fjöllum hér um eldvegg sem vissulega er frjáls í vissum skilningi. Eins og annar hugbúnaður í Open Source geiranum fá eldveggirnir sem við setjum upp og notum sjálfir þá bestu yfirferð og gagnrýni sem völ er á. Engin leyndarmál eru varðandi hvernig hlutirnir eru gerðir en það er besta leiðin til að eldskíra hugbúnað. Það stoppast hratt upp í göt og villur því hundruðir og þúsundir hæfra tæknimanna yfirfara allar möguleg og ómögulegar hliðar kerfanna. frjáls kerfi (Open Source) eru einskonar Darwinismi tölvuheimsins.

Vyatta er eitt þeirra kerfa sem þróað er undir Open Source aðferðafræðinni. Íkon ehf hefur nú um nokkurt skeið sett upp eldveggi og beina (routers) af þessari tegund bæði innanhúss og hjá viðskiptavinum. Útkoman hefur verið vonum framar. Kerfið er sett upp á vélbúnaði sem oft var notaður í annað áður og hentar ekki lengur af ýmsum ástæðum. Við bætum einu eða tveimur netkortum í vélarnar og stillum upp mjög fullkomnu kerfi með eldvegg, Nat, Pat, VPN og öðrum tólum sem tryggja örugg samskipti við umheiminn og vernda nærnetin (LAN). Við getum sett upp VPN göng (tunnel) og almennan VPN aðgang að innri kerfum. Þannig hafa starfsmenn öruggan aðgang að heiman og annarstaðar frá. Tengja má starfstöðvar fyrirtækja saman með öruggum hætti í gegn um internetið þannig að þau virðast vinna á einu samfelldu neti.

 
< Fyrri   Nćsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon Fréttir og tilkynningar Leit...