pic44.jpg
Forsida

Icefin Ý beintengingu vi­ korta.is Prenta Netfang

Icefin ehf er ungt fyrirtæki sem brýtur upp hefðina og býður útivistarfólki upp á gæða veiði og útivistarfatnað á mun hagstæðara verði en landinn á að venjast innanlands og þó víðar væri leitað.

Að sögn Tyrfings Tyrfingssonar, aðaleiganda Icefin, eru verðin svo hagstæð að ferðamenn og farandsverkemenn birgja sig upp hjá þeim fyrir heimferðina. Íkon hefur aðstoðað fyrirtækið við að koma upp vefverslun sinni og nýjasta viðbótin er beintenging við greiðslugátt Kortaþjónustunnar. Við hvetjum alla til að kynna sér vefverslun Icefin og/eða heimsækja þá í Nóatúnið (í sama húsi og Nóatún verslunin).

Við setjum að sjálfsögðu upp vefverslanir fyrir alla sem þess óska með beintengingu við Kortaþjónustuna. Við styðjumst við vefumsjónarkerfið Joomla ásamt Virtumart og getum gert fast tilboð í uppsetningu þegar við höfum fengið til okkar þær kröfur sem á að uppfylla.

Vefverslanir geta verið á íslensku eða öðrum tungumálum en þær geta einnig verið á mörgum tungumálum. Icefin er t.d. tvítyngd og birtir verðin í þremur gjaldmiðlum þ.e.a.s. ISK, USD og EUR og eru erlendu verðin reiknuð sjálfkrafa á gengi dagsins hverju sinni.

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...