pic41.jpg
Forsida

T÷lvur til barna Ý Marokkˇ Prenta Netfang

Sumarið 2007 leitaði til okkar liðsmaður fótboltafélagsins Afrika United en þeir hafa hver um sig tekið að sér að aðstoða börn í heimalöndum sínum í Afríku og annarstaðar. Við áttum nokkrar eldri tölvur aflögu sem við flykkuðum aðeins upp á með Linux stýrikerfinu meðal annars. Það er tilvalið fyrir þessa notkun þar sem börnin geta ýmist komist inn á internetið ef tenging er til staðar eða notað t.d. Open Office kerfin. Nú biðlum við til viðskiptavina okkar að annaðhvort hafa samband við okkur og við munum hafa milligöngu um afhendingu tölvanna eða hafa beint samband við Zakaria Elías Anbari, þjálfara Afrika United. Eftirfarandi er texti frá Zakaria:

"Zakaria Elías Anbari heiti ég og er ég þjálfari Afríka United liðsins í
fótbolta.
Við erum nokkrir einstaklingar frá Marokkó um allan heim og erum við að
leita til fyrirtækja og biðja um aðstoð. Við höfum verið að gera samninga
í Marokkó um að styrkja ung börn í skóla um allt land í Marokkó. Við
leitum síðan til fyrirtækja í því landi sem við búum og óskum eftir að fá
styrk fyrir börnin í Marokkó. Mismunandi er hvers konar styrki við erum að
biðja um, sumir styrkja okkur t.d. með því að gefa okkur íþróttavörur.

Ég er að leita til fyrirtækja hér á Íslandi vegna þess að mig langar að
safna saman gömlum tölvum til að senda út. Ég yrði mjög þakklátur fyrir að
fá gamlar tölvur sem fyrirtæki eru að skipta út eða ætlunin er að henda.
bord tulvur, fartulvur, prentun, skjai ofl.
Ástæðan fyrir því að við erum að leita til fyrirtækja til að fá styrki er
að það er mikilvægt að ung börn alls staðar í Marokkó geti farið í skóla
og menntað sig, sérstaklega börnin sem búa í sveitinni eða litlum þorpum.

Ég var fyrir stuttu úti í Marokkó og stofnaði þar annað fótboltalið sem
heitir einnig Africa United og fær liðið mikla aðstoð og hjálp frá ríkinu,
knattspyrnufélagi og fleirum þarna úti. Þannig að við gerðum samning við
ríkið um að fá aðstoð til að hjálpa þessum börnum. Við erum ekki að biðja
um fjárhagslega aðstoð heldur eitthvað sem börnin geta nýtt sér til þess
að læra.

Við leitum því til ykkar og vonumst til að þið getið aðstoðað okkur við að
aðstoða börnin i Marokkó.

Með fyrirfram þökk,"

Zakaria Elias Anbari

 
< Fyrri   NŠsta >
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...