pic40.jpg
Forsida arrow Verkefnasaga

Verkefnasaga

Nokkur verkefni Íkons ehf. / Ólafs Garðarssonar frá 1985 til dagsins í dag.
(Ath. ekki endilega skráð í tímaröð). Þetta er ekki tæmandi listi aðeins sýnishorn.Dealerbuilt - bÝlas÷lukerfi­
Á Euromnis 2010 í Hollandi, þar sem ég var reglulegur fyrirlesari, kom að máli við mig Hr. John Hosmer til að fá ráðgjöf um hugsanlega notkun GNU/Linux við bílasölukerfi þeirra í Bandaríkjunum. Kerfið er í notkun í bílasölum víða um Bandaríkin þar sem stærstu bílasölukeðjurnar nota kerfið við sölu og birgðahald.
Lesa meira...
 
VMA tekur ßskoruninni

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið áskorun okkar um ókeypis uppsetningu á LTSP (Linux Terminal Server Project) á netkerfi þeirra. Við vonumst til að verða komnir með kerfið tilbúið til notkunar fyrir haustið.

Lesa meira...
 
Disklausar ˙tst÷­var VMA komnar Ý notkun

LTSP verkefni okkar meðVerkmenntaskólanum á Akureyri hefur gengið mjög vel og nú eru nemendur farnir að nota tölvurnar í almennri notkun í skólanum.

Með aðstoð Birgis hjá Stefnu ehf tókst Adami Óskarssyni kerfisstjóra að tengja kerfið við LDAP nemendaskrá skólans. Við höfum svo í kjölfarið sett upp skriftur til að neggla niður Proxy vísanir í Firefox ofl.

Lesa meira...
 
Icefin Ý beintengingu vi­ korta.is

Icefin ehf er ungt fyrirtæki sem brýtur upp hefðina og býður útivistarfólki upp á gæða veiði og útivistarfatnað á mun hagstæðara verði en landinn á að venjast innanlands og þó víðar væri leitað.

Lesa meira...
 
Fyrsta Linux NetcafÚ ß ═slandi

Við höfum um árabil veitt Bandalagi Íslandskra Farfugla (BÍF) kerfisþjónustu en eitt af verkefnum okkar hefur verið að byggja upp og viðhalda netcafé fyrir gesti og gangandi í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sumarið 2008 var Windows XP stýrikerfum vélanna skipt út fyrir Linux Terminal Server (LTSP) disklausar útstöðvar.

Lesa meira...
 
NetcafÚ farfuglanna

Við höfum um árabil veitt Bandalagi Íslandskra Farfugla (BÍF) kerfisþjónustu en eitt af verkefnum okkar hefur verið að byggja upp og viðhalda netcafé fyrir gesti og gangandi í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Upphaflega voru settar upp 2 tölvur en þær voru fljótar að borga sig upp.  

Lesa meira...
 
EFF og Klasi hf stŠkkun

Þegar þessi tvö félög, sem höfðu verið í sambúð í nokkurn tíma, ákváðu að flytja starfsemina í nýtt húsnæði, fólu þau Íkon ehf flutning og uppfærslu upplýsingakerfanna. Klasi mundi nú fá eigin netþjón og póstkerfi og slíkt en félögin yrðu áfram í náinni samvinnu og á sama nærneti.

Lesa meira...
 
StřrivÚlanet SÝldarvinnslunnar

Í nóvember 2006 fengum við það verkefni að tengja stýrivélanet fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Helguvík við almenna upplýsinganet félagsins. Þetta varð að gerast þannig að sjálfstæði og öryggi stýrivélanetsins væri ekki ógnað á nokkurn hátt.

Lesa meira...
 
Valka og HB-Grandi MySql samritun (replication)

Valka ehf LogoHB Grandi logo
Valka ehf er meðal tryggra viðskiptavina Íkon ehf í vefhýsingu. Þeir hafa sinn eigin vefþjón hjá okkur fyrir kerfið Rapidtrade . Á meðal notenda Rapidtrade er HB-Grandi en Valka þróaði kerfið með þarfir HB-Granda í huga. Fleiri fyrirtæki hafa einnig gerst notendur að kerfinu. Rapidtrade er hliðarþróun út frá framleiðsluvélum sem Valka hefur þróað og getur því beintengst framleiðslulínunni.

Lesa meira...
 
VÝsir hf ß vegum Lei­ir ehf - MPS innlestur

2005-2006. Íkon ehf vinnur í mörgum verkefnum fyrir Leiðir ehf sem undirverktaki og á það einnig við í þessu tilfelli. MPS kerfið frá Marel les stykkjavigtun frá Marel stykkjavoginni en Vísir vantaði að fá þær upplýsingar yfir í framleiðslukerfið frá Leiðum. 

Lesa meira...
 
Upplřsingakerfi EFF og Klasa

Við tókum að okkur kerfisstjórn upplýsingakerfa hjá Eignarhaldsfélaginu fasteign hf (EFF) í lok 2005. Þörf var á uppfærslu miðlægs netþjóns og við hófum þá vinnu vorið 2006. Klasi hf leigði húsnæði og aðgang að upplýsingakerfum af EFF á þeim tíma.

Lesa meira...
 
HRM - Kannanakerfi­ K÷nnu­ur

HRM - rannsóknir og ráðgjöfHRM - rannsóknir og ráðgjöf veitir fyrirtækjum, stofnunum og samtökum á vinnumarkaði rannsóknar og ráðgjafarþjónustu á sviði mannauðsstjórnunar. Kerfið sem við hönnuðum í samvinnu við HRM hefur verið notað með góðum árangri í fjölda kannana. Kerfið gerir HRM kleift að senda út kannanir sem eru einkvæmar þ.e. hver þátttakandi getur aðeins svarað einu sinni. Kerfið er keyrt á vefsvæði HRM, er algjörlega vefvænt og krefst ekki innsetningar á neinum hugbúnaði hjá þátttakendum utan venjulegs vafra (innbyggðir í öll nútíma stýrikerfi).

Lesa meira...
 
K÷nnu­ur sendir a­gang me­ SMS

HRM - rannsóknir og ráðgjöfKönnuður/Surveyor er kerfi sem hannað var fyrir HRM rannsóknir og ráðgjöf ehf (sjá nánar um það verkefni hér ). Kerfið er í stöðugri þróun í samræmi við óskir viðskiptavina HRM.

Það nýjasta sem við höfum bætt við kerfið er að það geti sent lykilorð á þátttakendur með SMS skeytum. Þetta gerir HRM kleift að gera starfsmannakannanir sínar fyrir fyrirtæki sem hafa starfsmenn án netfanga. Starfsmenn sem hafa netföng fá áfram aðganginn sendan með tölvupósti en aðrir fá sms skeyti beint í gemsann sinn en lang flestir hafa núorðið sinn eiginn GSM síma.

 
Bandalag ═slenskra Farfugla - FÚlagaskrß
2005 - Það tók aðeins nokkrar vikur að koma félagaskrá BÍF í gang. Kerfið var gert í php með mySql gagnagrunn. Væntanlegir félagsmenn geta skráð sig á netinu og öll umsýsla á vegum skrifstofu BÍF fer einnig fram í gegn um vefviðmót.
Lesa meira...
 
SR-mj÷l hf - SVN upplřsingakerfi
Hönnun og kerfisstjórn upplýsingakerfa fyrir og eftir sameiningu SR-mjöl hf og Síldarvinnslunnar.
Lesa meira...
 
Bandalag ═slenskra Farfugla - Kerfisstjˇrn
Frá 2001 Ráðgjöf og uppsetning upplýsingakerfa á nýju farfuglaheimili félagsins í Laugardal. Færsla á vefþjónustu yfir til Skýrr og tengst kerfisveitu sömu aðila fyrir bókhald, netpóst. ofl. 
Lesa meira...
 
L÷gmannastofan - Kerfisstjˇrn
2001 Endurbætur á netkerfi og uppsetning á netþjón ásamt Oracle gagnagrunni. Uppsetning á tvöföldu kerfi eldveggja VPN tenginu við Reykjavíkurborg. Almennt viðhald upplýsingakerfa frá 2001 til dagsins í dag.
Lesa meira...
 
L÷gmannastofan - Garmur

Image Innheimtukerfi stöðvunarbrota. 2000-2001 Endursmíði á eldri gagnagrunni yfir í venslaðan Oracle gagnagrunn með viðskiptareglur forritaðar í PL/SQL kjarna. Notendaviðmót var hannað í Omnis Studio. Gagnasamskipti við Reykjavíkurborg voru færðar yfir í beinar sjálfvirkar tengingar milli Oracle gagnagrunna.

 
RMS - England/Spßnn
Í lok 2000 gerð heildar úttekt á upplýsingakerfum hótela og annara rekstrareininga í rekstri Resort Management Systems (XL resorts) og tillögur um framtíðarstefnu út frá tæknilegu sjónarmiði með hliðsjón af viðskiptalegum markmiðum félagsins.
 
Resort Properties - Tenerife

1999 - 2000. Hönnun og smíði sölukerfis fyrir sölu á Time Share hóteleiningum. Byggt á vensluðum Oracle gagnagrunni og viðskiptareglur þróaðar í PL/SQL. Eldra kerfi byggt á Omnis gagnagrunni var hætt að ráða við mikið magn upplýsinga og flókin tengsl. Farið var í að skrásetja kerfið og skipuleggja þær breytingar sem þyrfti að gera út frá óskalista starfsmanna. 

Lesa meira...
 
Omnis Software Inc. USA
Byrjaði á tækniaðstoð við notendur en var fljótlega gerður kerfisstjóri (DBA) og aðalhönnuður innri gagnagrunna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Omnis Software Inc. (Raining Data í dag) í San Carlos í Kaliforníu (Sílikón dalur suður af San Francisco).
Lesa meira...
 
═kon ehf. - Vi­skiptakerfi
Ýmis viðskiptakerfi voru smíðuð og seld á árunum 1985 til 1996 en eLaun er útbreiddast af þessum kerfum. Apple umboðið (síðar Aco - Tæknival) keypti launakerfið 1997 en ATV samdi við Íkon ehf. um yfirtöku þess aftur 2002. Flest kerfin eru enn í notkun og hafa staðist tímans tönn þrátt fyrir ýmsar breytingar tæknilega og þjóðfélagslega.
 
Listakaup/Quelle - Pˇstmeistarinn
Listakaup er umboðsaðili vörulistans Quelle á Íslandi. Póstmeistarinn var smíðaður til að halda utanum viðskiptavini fyrirtækisins og pantanir þeirra. Pantanir eru lesnar inn frá miðlægu kerfi Quelle í Þýskalandi og meðhöndlaðar fyrir íslenskar aðstæður, þ.á.m. prentar kerfið út sérstaka límmiða með strikamerkjum fyrir póstsendingar samkvæmt stöðlum Íslandspósts.
 
R┌V TV-Pro

Image Kerfi þessi voru hönnuð og smíðuð 1995 í samvinnu við tæknirekstradeild sjónvarpsins undir stjórn Hermanns S. Jónssonar sem þá vann í tölvudeild RÚV.

Lesa meira...
 
Sigurplast hf - PlastPro
Framleiðslustýring fyrir framleiðslu á plastumbúðum af ýmsu tagi (flöskur og brúsar).
Lesa meira...
 
AugnlŠknar - SÚrfrŠ­ingakerfi
Kerfi sem heldur utanum sjúklingaskrár og heimsóknir þeirra. Einnig reikningagerð og gagnaúrvinnsla vegna rannsókna og tenging við þjóðskrá. Fimm augnlæknar nota kerfið við rekstur sinna stofa.
 
SR-mj÷l hf / SVN - Birg­akerfi­ ArndÝs
Smíði á birgða og gæðakerfi fiskimjölsverksmiðja SR-mjöl. Kerfið var upphaflega notað í 5 verksmiðjum félagsins auk þess að vera notað fyrir tengdar verksmiðjur.
Lesa meira...
 
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...