pic47.jpg
Forsida arrow Um Íkon arrow Umsagnir viðskiptavina

Umsagnir viđskiptavina
Verkmenntaskólin á Akureyri Netfang

Ég er búinn að vera í samvinnu við þá hjá Íkon og Stefnu við að setja upp Linux Terminal Server Project (disklausar útstöðvar).

Við erum að keyra tvo sýndar Línux netþjóna á XEN búnaði frá Novell. Annar netþjónninn er að keyra vef skólans en hinn er að keyra Terminal server hugbúnaðinn. Sá netþjónn notar Ubuntu server hugbúnað og útstöðvarnar sem tengjast honum keyra Edubuntu hugbúnaðinn. Ég er búinn að vera á horfa á lausn af þessu tagi í langan tíma og fannst nú vera rétti tíminn til að gera hana að veruleika. Áður en ég gat tekið þessa lausn í notkun þurfti að leysa ýmis smámál eins og auðkenningu inn á núverandi kerfi.

Lesa meira...
 
BIF - Markús Einarsson Netfang


Árið 2001 tók stjórn Bandalags íslenskra farfugla ákvörðun um að endurskoða öll tölvu- og upplýsingamál fyrirtækisins. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar stækkunar Farfuglaheimilisins í Reykjavík sem leiddi af sér stóraukin umsvif og aukinn fjölda starfsmanna. Til að stýra þessu verki var haft samband við Ólaf Garðarsson, en einn af stjórnarmönnum bandalagsins hafði kynnst vinnubrögðum hans frá öðru fyrirtæki og gaf honum góð meðmæli. Helsu verkefni Ólafs hafa verið:

Lesa meira...
 
DTK ehf - Kjartan Sverrisson Netfang

Ég er búinn að vera í tölvubransanum í 10 ár og átt viðskipti við marga hýsingaraðila bæði hérlendis og erlendis. Síðan ég flutti mín viðskipti til ykkar hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af eftirliti með vélbúnaði, diskaplássi eða gagnamagni og öll þjónusta sem ég hef óskað eftir hefur verið innt af hendi með hraða sem ég hef ekki kynnst áður.

Ég mæli hikstalaust með ykkur við mína viðskiptavini, því enginn kemst með tærnar þar sem þið hafið hælana þegar kemur að verði og þjónustu.

Bestu kveðjur,
Kjartan S.

www.arangur.is 

 
RP consulting - Rögnvaldur Pálmason Netfang

RP consulting
Það var fyrir nokkrum árum að í fyrirtæki sem ég starfaði í að okkur vantaði hugbúnað í framleiðslustýringu. Eftir að hafa skoðað það sem var á boðstólum og talað við nokkur fyrirtæki sem voru að nota þesskonar hugbúnað gerðum við okkur ljóst að við stæðum frammi fyrir vandamáli. Þeir sem voru með hugbúnað í notkun voru ýmist búnir að gefast upp eða í þann veginn að gefast upp. Gríðarlegur kostnaður sem vonlaust virtist vera að átta sig á hvort nokkur sinni tæki enda var að fara illa með þessi fyrirtæki.

Lesa meira...
 
Íslenskt Einkaframtak ehf. - Ólafur Ólafsson Netfang

Heimanam.is
Undirritaður hefur vistað lénin www.heimanam.is og www.tolvuskoli.is hjá Eðal.Net nú um nokkurra ára skeið.
Þar sem heimanam.is er fjarkennsluvefur er það algjör forsenda fyrir hýsingu vefsins að hýsingaraðilinn sé traustur.
Eðal.Net er þriðji hýsingaraðilinn sem við skiptum við og getum við staðfest að samanburður þessara þriggja hýsingaraðila er allur Eðal.Net í hag.
Þjónustan er til fyrirmyndar, snögg, fagmannleg og örugg.
Ég get því óhikað mælt með vefhýsingu hjá Eðal.Net.

Ólafur Ólafsson
Íslenskt Einkaframtak ehf.

 
Resort Properties - Stuart McLean Netfang

Resort Properties Oli worked for me for me as a contractor for approximately one year and was instrumental in the re-engineering of our sales and marketing system. The project involved the creation of a structured Oracle database and a highly functional front end Omnis Studio System. 

Lesa meira...
 
Tópasnet - Ólafur Gunnarsson Netfang

Ég hef notið þjónustu edal.net um hríð og vil þakka fyrir góða og persónulega þjónustu. Ég get mælt með edal.net og mun benda viðskiptavinum mínum á þennan kost. Öll stjórntæki eru mjög góð og yfirsýn með vefsvæðinu er mikil.

Ólafur Gunnarsson
Kerfisfræðingur
Tópasnet  

 
SR-mjöl - Hlynur Jónsson Arndal Netfang

SR-mjöl hf logo
Ólafur Garðarsson hefur komið að tölvumálum SR-mjöl hf, áður Síldarverksmiðjur ríkisins, frá 1990. Upphaflega var hann fenginn til að skrifa forrit sem heldur utan um framleiðslu fyrirtækisins og gæðaeftirlit. Þetta forrit hefur verið nefnt Arndís og er mikið notað í dag hjá verksmiðjustjórum félagsins, efnafræðingum og markaðsfólki. Forritið hefur reynst afar traust og vinnusparandi. 

Lesa meira...
 
eLaun - Stilling hf Netfang

Stilling logo
"Stilling hf. hefur notað launakerfin frá Íkon í yfir 10 ár. Við erum nú með nýjustu útgáfuna af launakerfinu þeirra (eLaun) og reiknum laun fyrir yfir 50 starfsmenn. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og fer afar lítill tími mánaðarlega í launaútreikningana. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þetta kerfi, það bara virkar, annars hefðum við ekki notað það í öll þessi ár."

Stefán Bjarnason
Stilling hf.

 
eLaun - Kristín Magnúsdóttir Netfang

Takk fyrir að leifa mér að prófa. Mér finnst launakerfið alveg frábært. Ég prófaði að búa til launamann og svona það helsta sem tilheyrir og það er ótrúlega einfalt. Mæli óhikað með þessu við hvern sem er. Frábært. Til hamingju.

Kveðja,
Kristín Magnúsdóttir
Bókhaldsþjónusta Kristínar

Kristín fékk senda prufu af eLaun í janúar 2003

 
Forsida Verkefnasaga Um Íkon Fréttir og tilkynningar Leit...