pic43.jpg
eLaun í hugbúnaðarveitu

Það hefur lengi verið draumur undirritaðs að geta boðið hugbúnað með fullkomnu grafísku notendaviðmóti í gegn um vefinn. 2008 sáum við möguleika á að gefa viðskiptavinum kost á þessu með tiltölulega ódýrum hætti. Við hófum strax rannsóknir og prófanir og árangurinn birtist nú í fyrstu vörunni okkar af þessu tagi, launakerfinu eLaun er nú veit til viðskiptavina frá hugbúnaðarveitunni okkar í gegn um Internetið.

Notendur eLaun fá í þessu kerfi kosti tveggja heima þ.e. miðlæga vistun og öryggi og fullnaðar grafískt notendaviðmót án takmarkana hinna dæmugerðu vafrabyggðu kerfa.

Hafðu samband við okkur í síma 555-1693 til að fá prufuaðgang. 

Lesa meira...
 
Euromnis 2009

Sumarið 2008 hafði Fred Brinkman nokkur samband til að fá mig til að gerast leiðbeinandi í Euromnis 2008. Euromnis er árlegur viðburður, oftast í Hollandi, fyrir hönnuði í Omnis hugbúnaðar-þróunarkerfinu. Helstu sérfræðingar í Omnis og í tengdum sviðum koma saman og halda fyrirlestra og kennslustundir fyrir áhugasama þátttakendur úr Omnis samfélaginu. Við höfðum unnið í uppsetningum á LTSP hérlendis (m.a. fyrir VMA) og kannað virkni Omnis innan þess umhverfis vegna notkunar okkar á því umhverfi. Nokkur áhugi var á þessari tækni og við settum hana í samhengi fyrir Omnis notendur á námskeiðinu.

Lesa meira...
 
Örnámskeið hjá Skýrslutæknifélaginu

Tryggvi Björgvinsson kom að máli við okkur í byrjun febrúar 2009 og óskaði eftir aðkomu okkar að kynningu á opnum og frjálsum hugbúnaði á svokölluðu Örnámskeiði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands. Tryggvi fól okkur að fjalla um hagnýta notkun opins hugbúnaðar þar sem Íkon ehf hefur rekið vefhýsingu um árabil með opnum hugbúnaði auk annarra verkefna svo sem eins og LTSP (Linux Terminal Server Project).

Lesa meira...
 
Hugbúnaður í kerfisveitu

Omnis Studio application deployed from Application Services. Please click here for this article in English

Við höfum verið að þróa aðferðir til að veita aðgang að einstökum hugbúnaðarpökkum í gegn um kerfisveitu. Notendur hafa þá aðgang að tilteknum kerfum gegn leigugjaldi. Aðeins litlum hugbúnaðarvendli er hlaðið niður á tölvu notandans og hann getur haft aðgagn að margvíslegum kerfum frá miðlægri veitu. Hugbúnaðurinn birtist notandanum í gluggum á skjáborði hans alveg eins og hann væri að keyra hann beint á vélinni en gögnin eru vistuð miðlægt hjá kerfisveitunni. Öryggið sem fæst með þessu er margfalt betra en jafnframt er notandinn laus við það flækjustig að setja hugbúnaðinn upp sérstaklega á eigin tölvu eða neti með tilheyrandi viðhaldskostnaði.

 
Disklausar ˙tst÷­var VMA komnar Ý notkun

LTSP verkefni okkar meðVerkmenntaskólanum á Akureyri hefur gengið mjög vel og nú eru nemendur farnir að nota tölvurnar í almennri notkun í skólanum.

Með aðstoð Birgis hjá Stefnu ehf tókst Adami Óskarssyni kerfisstjóra að tengja kerfið við LDAP nemendaskrá skólans. Við höfum svo í kjölfarið sett upp skriftur til að neggla niður Proxy vísanir í Firefox ofl.

Lesa meira...
 
VMA tekur ßskoruninni

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið áskorun okkar um ókeypis uppsetningu á LTSP (Linux Terminal Server Project) á netkerfi þeirra. Við vonumst til að verða komnir með kerfið tilbúið til notkunar fyrir haustið.

Lesa meira...
 
Fyrsta Linux NetcafÚ ß ═slandi

Við höfum um árabil veitt Bandalagi Íslandskra Farfugla (BÍF) kerfisþjónustu en eitt af verkefnum okkar hefur verið að byggja upp og viðhalda netcafé fyrir gesti og gangandi í Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sumarið 2008 var Windows XP stýrikerfum vélanna skipt út fyrir Linux Terminal Server (LTSP) disklausar útstöðvar.

Lesa meira...
 
"Allt opi­ og ˇkeypis"

Fyrirsögnin er fengin frá forsíðufrétt Morgunblaðsins sunnudaginn 20. júlí 2008. Fjallað er um þá jákvæðu staðreind að frjáls og opinn hugbúnaður hefur fengið byr undir báða vængi frá forsætisráðuneytinu. Við höfum lengi unnið með og stutt við opinn hugbúnað og höfum á þessu ári snúið okkur nánast alfarið að lausnum á þessu sviði. Sjá eftirfarandi greinar:

Vyatta eldveggir

Linux Terminal Server

Hannað fyrir skólana 

Verklegt námskeið í uppsetningu á LTSP (Linux Terminal Server)

Af hverju Linux

Open Office

 
Hanna­ fyrir skˇlana

Skjámynd af útstöð

Við höfum um nokkurt skeið verið að prófa og þróa tölvukerfi sem hentar afar vel í skólastarfi fyrir nemendur og kennara. Fjárfesting í þessu kerfi kostar aðeins brot af því sem hefðbundin kerfi með einmenningstölvum kosta. Verulegur sparnaður fæst bæði í uppsetningu og viðhaldi. Viðhaldsþátturinn er sérlega hagstæður þar sem öllu má stýra frá einum stað og í fjartengingu.
Lesa meira...
 
Af hverju Linux?

Ubuntu, XP, Macintosh og FedoraAf hverju erum við að breyða út þá hugmynd að nota megi Linux stýrikerfið? Höfum við eitthvað á móti Microsoft og Windows eða Apple og Macintosh?

Nei, Linux er valmöguleiki og fleiri valmöguleikar þýða samkeppni og lækkun kostnaðar fyrir alla. Við notum og styðjum því einnig Microsoft og Apple vörur.

Lesa meira...
 
<< Byrjun < Fyrri 1 2 NŠsta > Lok >>

Ni­ursta­a 1 - 30 af 32
Forsida Verkefnasaga Um Íkon FrÚttir og tilkynningar Leit...